fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Jarðskjálftarnir hér á landi vekja athygli erlendis – Tala um Eyjafjallajökul

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 12:13

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú laust fyrir klukkan 10. Fyrsti skjálftinn var af stærðinni 5,4 en honum fylgdu síðan margir eftirskjálftar, sumir þeirra voru í kringum sama styrkleika. Jarðskjálftarnir hafa nú vakið athygli í fjölmiðlum erlendis.

Fólk í Hafnarfirði, Grafarvogi, Árbæ, Kópavogi og víðar hefur greint frá því að hafa fundið fyrir skjálftanum. „Allar hurðarnar fóru á fleygiferð og kötturinn hljóp undir rúm,“ sagði til dæmis einn íbúi sem DV ræddi við sem staðsettur er á Reykjanesinu.

Ljóst er að jarðskjálftarnir hafa vakið töluverða athygli í fjölmiðlum erlendis. Aftenposten og ABC Nyheter í Noregi, Daily Express í Bretlandi og India.com í Indlandi eru á meðal erlendra fjölmiðla sem hafa fjallað um jarðskjálftann. Daily Express bendir á í sinni frétt að jarðskjálftar hér á landi séu oft minniháttar en að þó sé alltaf möguleiki á eldgosi.

Þá minnist blaðamaður Daily Express eldgossins í Eyjafjallajökli. Það gos varð heimsfrægt á afar skömmum tíma þar sem það hafði talsverð áhrif á flugumferð í kringum Evrópu í um þrjá mánuði. Svo virðist vera sem blaðamaðurinn hafi einhverjar áhyggjur af því að eldgos gæti komið upp hér á landi.

Miðað við nýjustu upplýsingar er það þó líklega ekki raunin. „Þetta er náttúrulega eldvirkt svæði en við sjáum engan gosóróa eins og er,“ sagði Sigríður Magna Óskarsdóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við DV um jarðskjálftana.

Lesa meira: „Við sjáum engan gosóróa eins og er,“ segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma