fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Bólusetningadagatal kemur í dag – Þórólfur segir aðgerðir á Íslandi með þeim slakari

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 11:46

Mynd/Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fór fram 164. upplýsingafundur almannavarna þar sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, svöruðu spurningum fjölmiðla.

Eins og kom fram fyrr í dag voru engin smit greind innanlands og er það sjötti dagurinn í röð sem engin smit greinast. Tvö smit voru greind á landamærunum en á morgun tekur við nýtt fyrirkomulag við landamærin þar sem farþegar þurfa að skila inn vottorði um neikvætt PCR-próf við komuna, sem ekki er eldra en 72 tíma gamalt. Einstaklingar sem koma hingað til lands þurfa samt sem áður enn þá að fara í fimm daga sóttkví og tvöfalda sýnatöku.

Fyrsta maí næstkomandi verður mögulega hægt að leggja niður sóttkví og einungis krafist neiðkvæðs PCR-prófs til að auðvelda ferðamönnum að koma til landsins. Samkvæmt Þórólfi eru aðgerðir Íslands á landamærum með þeim slakari þegar litið er til annara landa.

Þórólfur var spurður út í bólusetningadagatal og segir hann það koma vonandi út seinna í dag. Fleiri bóluefni eru að koma á markaðinn og gleðst Þórólfur yfir því en þá er mögulega hægt að flýta fyrir bólusetningu.

Þegar Þórólfur var spurður út í Nýsjálensku-aðferðina þar sem öllu er lokað um leið og það kemur upp smit þá segir hann að hann telji það ekki vera mögulegt á Íslandi, miðað við hvernig Íslendingar hafa brugðist við öðrum slakari tilmælum.

Von er á nýjum tillögum frá Þórólfi á næstu dögum um slakanir innanlands en hann tók ekki fram hverjar þær slakanir eru. Grímuskylda verður þó ekki felld niður miðað við orð Þórólfs. Farið verður í aðrar tilslakanir fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“