fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Hélt að 3 ára dóttir sín væri með Covid en svo var ekki – Það sem kom í ljós snéri lífi þeirra á hvolf

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 21:00

Myndir: Manchester Evening News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kirsty Barton hafði áhyggjur að þriggja ára dóttir sín, Amelia Bates, væri með Covid-19 því hún hafði vaknað nokkra morgna í röð með mikinn hausverk. Þar sem hausverkur getur verið einkenni Covid-19 ákvað Kirsty að fara með dóttur sína í skimun. Skimunin skilaði neikvæðri niðurstöðu og þá hófust áhyggjurnar af alvöru. Manchester Evening News fjallaði um málið.

Læknarnir hófust handa við að greina hina ungu Ameliu. Þegar Amelia hafði verið með stanslausan hausverk og kastað upp reglulega í þrjár vikur ákváðu læknarnir að setja hana í heilaskanna. Þá komst í ljós að Amelia var að glíma við mun skæðari sjúkdóm en Covid-19.

Amelia var nefnilega með sjaldgæft krabbamein innan í heilanum og ljóst var að hún átti skurðaðgerðir og marga mánuði af meðferð framundan. Krabbameinið var fundið í nóvember á síðustu ári en við það snérist líf fjölskyldunnar á hvolf. Lyfin sem hún þarf að taka vegna þess gerir ónæmiskerfi hennar afar veikt og því hefur hún ekki mátt fara úr húsi í afar langan tíma.

Þessa stundina safnar fjölskyldan fyrir leikföngum í garðinn þeirra svo Amelia og bróðir hennar Kael, sem er sjö ára og einhverfur, geti leikið sér saman heima hjá sér undir berum himni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri