fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Krabbameinsfélagið bað Kristinn um að skrá reynslu sína af krabbameini en hann hefur aldrei greinst með krabbamein

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 09:35

Samsett mynd. Kristinn Karl Brynjarsson (aðsend mynd) og skjáskot af heimasíður Áttavitans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristni Karli Brynjarssyni brá í brún er hann fékk tölvupóst frá Krabbameinsfélaginu, í gegnum rannsóknarteymið Áttavitann, þar sem hann var beðinn um að taka þátt í rannsókn sem lýtur að því að skrá reynslu krabbameinssjúklinga. Kristinn Karl hefur, sér vitanlega, aldrei greinst með krabbamein.

Í tölvupóstinum segir:

„Krabbameinsfélagið stendur fyrir umsvifamikilli rannsókn sem ber heitið Áttavitinn og er um reynslu fólks sem greinst hefur með krabbamein. Við vonum að þú sjáir þér fært að taka þátt. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að vinna markvisst að úrbótum og auknum stuðningi þar sem hans er þörf. Þín svör skipta máli.“

Kristinn svaraði um hæl:

„Ég átta mig ekki á því afhverju mér er sendur þessi póstur.  Ég hef aldrei svo ég viti greinst með krabbamein. Ætli ég myndi þó ekki vita af því ef svo væri? Kannski spurning um að nota „áttavitann“ rétt svo þið rambið kannski á fólk sem greint hefur verið með krabbamein.“

Kristinn fékk þau svör að tölvupóstur af þessu tagi væri eingöngu sendur að undangengnu símtali þar sem gefið er samþykki sendingunni:

„Sæll Kristinn. Tölvupóstur eins og þú fékkst sendan er aðeins sendur eftir að símtal hefur átt sér stað þar sem gefið er samþykki fyrir að hann sé sendur. Það lítur því út fyrir að netfangið hafi verið skráð rangt og biðjumst við afsökunar á þessum mistökum.“

Í samtali við DV segir Kristinn að hann geti vel lifað með því að hafa fengið þessa sérkennilegu sendingu, en: „ En væri samt til í að vita hvort einhver hafi gefið leyfi í mínu nafni og þá hvort leyfið hafi verið dobbúltjékkað. Eða í hvern hringdi Krabbameinsfélagið og fékk þetta póstfang?“

DV hafði samband við Jóhönnu Torfadóttur, ábyrgðarmann Áttavitans og aðjúnkt við Háskóla Íslands. „Við náðum að fara yfir þetta en ef þessi maður var að fá tölvupóst þá hefur líklega verið slegið inn rangt netfang því það er verið að hringja í fólk og það gefur upp netfang og veita leyfi til að fá sendar upplýsingar um rannsóknina. Mér finnst mjög líklegt að sá sem tók niður netfang hafi misritað og þetta hafi farið á rangan mann.“

Kristinn er þó ávarpaður með nafni í tölvupóstinum. Jóhanna bendir á að um nafna gæti verið að ræða. Þess má geta að samkvæmt þjóðskrá á Kristinn Karl Brynjarsson sér engan alnafna. Í tölvupóstinum er hann ávarpaður „Kristinn“.

Jóhanna segir að 2-3 dæmi séu um mistök af þessu tagi við útsendingu tölvupósta til þátttakenda í rannsókninni. Haft er samband við um 2.000 manns vegna rannsóknarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu