fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Leifur skólastjóri í veikindaleyfi í kjölfar ásakana um kynferðisleg skilaboð

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 12:20

Leifur Garðarsson. Mynd: Áslandsskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leifur S. Garðarsson er kominn í ótímabundið veikindaleyfi sem skólastjóri Áslandsskóla. Frá þessu greinir Vísir en þetta kemur upp eftir að greint var frá starfslokum hans sem dómara hjá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir óviðeigandi skilaboð sem hann sendi á leikmann.

DV var fyrst til að fjalla um málið en þá var ekki greint frá því um hvaða dómara væri verið að ræða. „Þekktur körfuboltadómari hefur verið settur út í kuldann og dæmir ekki frekar í leikjum á vegum Körfuknattleikssambands Íslands vegna rafrænna samskipta við leikmann í úrvalsdeild kvenna, samkvæmt staðfestum heimildum DV. Atvikið gerðist í febrúar árið 2020,“ segir í fréttinni sem DV birti um málið þann 28. janúar síðastliðinn. Stuttu seinna fóru fjölmiðlar að greina frá því hvaða dómari þetta væri.

Lesa meira: Titringur innan KKÍ – Körfuboltadómari rekinn fyrir að reyna við leikmann í skilaboðaspjalli

Vísir hefur heimildir fyrir því að þessi óviðeigandi skilaboð sem Leifur sendi á leikmanninn sé langt frá því að vera einsdæmi. Samkvæmt heimildum Vísis funduðu nokkrar konur með Hafnarfjarðarbæ fyrir fimm árum síðan vegna kynferðislegra samskipta sem ein þeirra segist hafa fengið send frá Leifi. Vísir ræddi þá einnig við tvær íþróttakonur sem sögðust hafa fengið kynferðisleg skilaboð upp úr þurru frá skólastjóranum fyrir tæpum áratug síðan. Önnur íþróttakona sagðist svo hafa fengið mörg óumbeðin skilaboð frá honum en hún svaraði aldrei neinu þerra.

Allar þessar konur sögðu í samtali við Vísi að þær þekki fleiri konur sem skólastjórinn sendi skilaboð á. Konurnar segja þá að þetta hafi bæði gerst nýlega og yfir síðastliðin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina