fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Sport

Er kominn tími á nýjan landsliðsþjálfara? Taktu þátt í könnunni

Íslenska liðið úr leik á Evrópumótinu í handbolta

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2016 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska handboltalandsliðið féll í gærkvöldi úr leik á Evrópumótinu eftir tap gegn Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar. Þar með er ljóst að möguleikar Íslands á að komast á Ólympíuleikanna í Brasilíu í sumar eru að engu orðnir og þá gæti farið svo að íslenska liðið verði í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil fyrir HM á næsta ári. Það þýðir að mjög sterkir andstæðingar gætu beðið íslenska liðsins.

Eftir leikinn í gærkvöldi vildi Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari ekkert segja um framtíð sína með landsliðið, en samningur hans við HSÍ rennur út í sumar. „Nú borgar sig bara að koma sér út úr þessu húsi og heim, aðeins að kæla sig niður áður en maður segir nokkuð,“ sagði Aron í viðtali við RÚV eftir leikinn.

Í umræðum í HM-stofunni eftir leik sagði Logi Geirsson að um væri að ræða „taktískan ósigur hjá þjálfurunum“ og tók Bjarki Sigurðsson, sem einnig lék lengi með íslenska landsliðinu, undir orð Loga. „Þjálfarateymið, það er ekki að fúnkera. Það er ekki að vinna saman, það er ekki að leita lausna“

Í ljósi þess að íslenska liðið er nú fallið úr leik spyrjum við lesendur: Er kominn tími á nýjan landsliðsþjálfara? Taktu þátt í könnuninni hér til hliðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður