fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Daði Már varar við að einkavæða hagnað Íslandsbanka en ríkisvæða tapið

Heimir Hannesson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 13:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, varar við því að verið sé að einkavæða Íslandsbanka undir þeim formerkjum að væntanlegur hagnaður af rekstri bankans renni í vasa nýrra eigenda, en áhættan af hugsanlegu tapi af rekstrinum verði áfram á herðum almennings.

Daði vísar í grein Gylfa Zoega í Kjarnanum frá því í síðustu viku þar sem Gylfi færir fyrir því rök að rekstur banka sé ólíkur rekstri venjulegra fyrirtækja. Bendir hann á að þetta kunni að hafa mikil áhrif á verðmæti banka við sölu.

Daði skrifar:

Hvaða áhrif hefði það á markaðsvirði Íslandsbanka ef hann yrði seldur án stuðnings ríkisins? Án lánveitanda til þrautavara? Án innistæðutrygginga? Með skilyrði um að ríkið mundi aldrei koma honum eða viðskiptavinum hans til aðstoðar ef illa færi?

Segir Daði að viðbúið sé að virði bankans myndi falla.

En erum við þá ekki að selja bankann með loforði um hugsanleg ríkisútgjöld ef illa fer? Kostnað sem fellur á samfélagið? Verður ekki að taka tillit til þessa kostnaðar við mat á tilboðum í Íslandsbanka? Hefði ekki átt að setja viðmið um eigendur og reglur um ábyrgð eigenda áður en ráðist er í söluna? Eða ætlum við að hámarka skammtímagróða og vona það besta?
Að lokum segist Daði hlynntur einkavæðingu fyrirtækja í eigu ríkisins sem séu í samkeppnisrekstri. Það megi hins vegar ekki gera með þeim hætti að hugsanlegur gróði einn sé einkavæddur, en tapið sitji áfram á bókum ríkisins.

Fjármálaráðuneytið tilkynnti í lok janúar að ákveðið hefði verið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka. Kemur fram í tilkynningunni að hafist yrði handa við að undirbúa útboð á eignarhlutum ríkisins í bankanum og að skrá þá á markað. Bankasýslu ríkisins hefur verið falið að útfæra söluna með eftirfarandi ábendingar að leiðarljósi:

  1. Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði.
  2. Að lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka.
  3. Að tryggt verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verður í útboðinu.
  4. Að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans.
  5. Að sett verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið býður til kaups í útboðinu, t.d. þannig að lágmark verði 25% og hámark 35%.

Þá er minnkun áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu sagt eitt höfuð markmið ríkisins með sölu á hlutnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“