fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fókus

Klassa drusla í bíó – Steinunn Ólína fór á kostum sem bóndi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 10:11

Stjörnumprýdd frumsýning á Klassa Druslu í Smárabíói

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvikmyndin Hvernig á að vera klassa drusla var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi. Ásta Júlía Elíasdótitr og Ylfa Marín Haraldsdóttir fara með aðalhlutverk myndarinnar og er þetta í fyrsta sinn sem þær fara með aðalhlutverk.

Aðrir leikarar í myndinni eru Rúnar Vilberg Hjaltason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Bachman, Konni Gotta, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ólafur Elías Harðarson. Steinunn Ólína fer á kostum sem bóndi í myndinni og Þorsteinn Bachman sem heitur piparsveinn í sveitinni.

Myndin fjallar um vinkonurnar Karen og Tönju. Karen er lífsreynd sveitapía en Tanja er fálát borgarsnót sem er nýhætt með kærasta sínum þegar þær fara að vinna á stóru sveitabýki yfir sumarið. Tanja verður þreytt á því að vera aðhlátursefni annarra og eiga erfitt með að næla sér í sveitapilt sem hún laðast að, hún fær því Karen til að kenna sér að vera eins og hún, kenna henni hvernig hún á að vera klassa drusla.

Kampakátir landsmenn mættu á sýninguna, héldu tveimur metrum og voru með grímu þegar það kallaði eftir því.

Álfrún Örnólfs og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona – Steina fór á kostum sem bóndi í myndinni.
Ylfa Marín Haraldsdóttir önnur aðalleikkona myndarinnar ásamt leikstjóranum og höfundi myndarinnar Ólöfu Birnu Torfadóttur og leikonunni Ástu Júlíu Elíasdóttur.
John Bond Grétarsson, Arnar Logi Jónsson, Daníel Kristinn Pétursson og Sigbjartur Skúli Haraldsson.
Daníel Kristinn Pétursson sá um búningana í myndinni. Takið eftir skónum!
Leikstjórinn og kvikmyndagerðarkonan Gaga mætti manni sínum og leikara Þorsteini Bacmann sem leikur í myndinni.
Arndís Ey búningahönnuður og leikkonan og stílistinn Dagný Harðardóttir en hún fer með hlutverk í myndinni.
Rúnar Vilberg Hjaltason mætti með kærustunni sinni en hann leikur Kára í myndinni, ungan mann með geimdrauma.
Óskar Þór Hauksson aðstoðarleikstjóri myndarinnar ásamt Heru Kjartansdóttur
Bíógestir voru glaðir að komast loks á frumsýninguna en henni hafði ítrekað verið frestað frá því í apríl í fyrra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íhugaði að hætta rekstri á mjög erfiðum tíma en bróðir hennar heitinn stappaði í hana stálinu

Íhugaði að hætta rekstri á mjög erfiðum tíma en bróðir hennar heitinn stappaði í hana stálinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Byrjaður með nýrri kærustu eftir skilnaðinn – Hún er OnlyFans-stjarna og 26 árum yngri

Byrjaður með nýrri kærustu eftir skilnaðinn – Hún er OnlyFans-stjarna og 26 árum yngri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bandarískur ferðamaður fékk menningarsjokk á Íslandi – „Ég geng inn og sé þá fullt af nöktum konum”

Bandarískur ferðamaður fékk menningarsjokk á Íslandi – „Ég geng inn og sé þá fullt af nöktum konum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Carmen Electra 53 ára í djarfri myndatöku

Carmen Electra 53 ára í djarfri myndatöku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona heldur Linda Pé sér í formi

Svona heldur Linda Pé sér í formi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tárvotur Jimmy Kimmel snýr aftur – Sjáðu myndbandið

Tárvotur Jimmy Kimmel snýr aftur – Sjáðu myndbandið