fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Blý mælist í drykkjarvatni á Ásbrú – Hefur mikil áhrif á heila barna

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 31. janúar 2021 16:30

Ásbrú - Loftmynd. Mynd: Reykjanesbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt rannsókn Stundarinnar mælist enn blý í drykkjarvatni á Ásbrú og hefur mælst í tugi ára. Í úttekt blaðsins kemur fram að á tímabili var magn blýs í vatninu á Ásbrú allt að 2000 sinnum meira en leyfilegt er. Kemur þetta fram í óbirtum rannsóknargögnum.

Þegar Bandaríkjaher hafði aðsetur á Ásbrú lak eldsneyti sem innihélt blý í jarðveginn og í grunnvatn fyrir neðan svæðið. Einnig var notast við blý við gerð vatnslagna. Báðir þessir hlutir geta verið ástæða þess að blý finnist í vatninu þar.

Blý hefur mjög slæm og óafturkræf áhrif á fólk eins og í greininni segir:

„Sumir þungmálmar eru nauðsynlegir lífverum en geta haft eiturvirkni ef styrkur þeirra er of mikill, eins og kopar og sink. Aðrir þungamálmar, eins og blý, hafa engu þekktu hlutverki að gegna í lífríkinu og hafa eiturvirkni við lágan styrk. Þar sem blý flokkast sem þungamálmur, þá hefur hann mjög langan helmingunartíma, en það er sá tími sem það tekur málminn að brotna niður. Það tekur um 10 til 20 ár fyrir blý að brotna niður. Þegar blý fer inn í líkamann, geymir líkaminn stóran hluta af því, meðal annars í beinum. Ástæðan fyrir því að líkaminn tekur blýið og geymir það, er sú að blý líkist mikið kalki og því sest blýið á sömu staði í líkamanum og kalk, svo sem  bein og heila. Áhrif blýs á börn eru mun meiri en fullorðna. Blý hefur gífurleg áhrif á heila barna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi