fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Fyrrum vonarstjarna í fangelsi – Misnotaði 14 ára stúlku

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 10:30

Tyrell Robinson til vinstri Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrell Robinson fyrrum leikmaður Arsenal hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir að misnota 14 ára stúlku., leikmaður Bradford City á Englandi hefur verið rekinn frá félaginu. Hann er sakaður um að hafa misnotað barn kynferðislega.

Robinson játaði því fyrir dómi að hafa stundað kynlíf með 14 ára stúlku, þá tók hann mynd af tveimur nöktum 14 ára stúlkum sem voru upp í rúmi með vini hans.

Robinson og vinur hans Korie Berman fengu þrjár 14 ára stelpur í íbúð hans árið 2018 þegar hann lék með Bradford.

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Robinson og vinur hans voru tvítugir þegar atvikið átti sér stað en þeir vissu að stúlkurnar væru 14 ára gamlar.

Robinson er 23 ára gamall en Bradford rifti samningi hans um leið og ákæra var gefinn út. Robinson ólst upp hjá Arsenal en gekk í raðir Bradford árið 2017.

Berman vinur hans var dæmdur í sex ára fangelsi en stúlkurnar höfðu aðgang að áfengi á heimili þeirra. Robinson hafði boðið stelpunum í heimsókn, fyrir dómi kom fram að hann hefði sent einni þeirri skilaboð. „Þú ert falleg en aldurinn þinn er smá vesen,“ sagði Robinson, meðvitaður um aldurinn á stelpunum en það stoppaði hann ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Everton áfram í efstu deild

England: Everton áfram í efstu deild