fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Vopnað rán framið í KFC í Sundagörðum – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 20:39

Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopnað rán var framið á KFC í Sundagörðum milli kl. 19 og 20 í kvöld. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Grímuklæddur maður, vopnaður tveimur eldhúshnífum, ógnaði þar starfsstúlku í afgreiðslunni. Fjórir lög­reglu­bílar voru sendir á vett­vang til að bregðast við ráninu en lög­reglan vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið.

Ekki kemur fram í fréttinni hvort maðurinn hafði peninga á brott með sér eða ekki en afgreiðslustúlkan opnaði peningakassann. Rætt er við vitni sem segja afgreiðslufólk og viðskiptavini hafa hlaupið út af staðnum. Þá segir að afgreiðslustúlkan hafi verið í miklu áfalli er hún var flutt á lögreglustöðu til skýrslutöku vegna málsins.

Uppfært kl. 23:25:

Í tilkynningu úr dagbók lögreglu sem send var til fjölmiðla í kvöld segir að maðurinn hafi verið handtekinn og enginn hafi hlotið meiðsl í árásinni:

„Laust eftir 19:30 í kvöld var tilkynnt um rán á skyndibitastað í austurhluta borgarinnar. Gerandinn, karlmaður, var handtekinn stuttu siðar nærri vettvangi í mjög annarlegu ástandi. Hann hafði ógnað starfsfólki með eggvopni en náði engum fjármunum. Karlmaðurinn gistir nú fangageymslur og rætt verður við hann morgun. Starfsfólk fyrirtækisins fékk sálræna aðstoð frá lögreglu en einn aðili þurfti aðhlynningu á slysadeild vegna áfallsins. Engin líkamleg meiðsli voru á fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“