fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Óveðrið á Austurlandi – Nánast allar björgunarsveitir kallaðar út

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. janúar 2021 16:17

Mynd/Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg þá hafa nánast allar björgunarsveitir á svæðinu milli Þórshafnar og Djúpavogs verið kallaðar út í dag vegna óveðursins á Austurland.

„Fyrstu útköll bárust um klukkan 8:00 í morgun á Neskaupstað og var þó nokkuð mikið af verkefnum á borði björgunarsveitarinnar þar fyrir hádegi. Í kringum hádegi í dag fjölgaði svo verulega útköllum hjá björgunarsveitum á austurlandi þá höfðu nánast allar sveitirnar á austurlandi verið kallaðar út og voru að sinna verkefnum, sem nú eru orðin rúmlega 60 á öllu svæðinu,“ segir í tilkynningu. 

Flest útköllin bárust frá Seyðisfirði, Norðfirði og Djúpavogi en þar er mikið um fok á þakplötum og nokkuð um rúður sem hafa brotnað bæði í bílum og í íbúðarhúsum.

Björgunarsveitarfólk hefur víða farið í eftirlitsferðir um bæi og sinn fjölda verkefna vegna foks á lausamunum.

Á Seyðisfirði var björgunarsveitarfólk kallað út klukkan 10 í morgun vegna rúðu sem brotnað hafði í veðurofsanum. Í framhaldi fóru að berast tilkynningar um fok á braki, lausamunum og stórum hlutum í bænum, eftir hádegi fjölgaði verkefnum mikið. Björgunarsveitarfólk hefur náð að sinna flestum verkefnum en einhver verkefni hafa þurft að bíða þar sem fyllsta öryggis er gætt enda mikið um brak á svæðinu.

Á Neskaupstað í Norðfirði hefur björgunarsveitarfólk sinnt yfir 20 útköllum frá því klukkan 07:56 í morgun, þar hefur verið mikið um fok á lausamunu og gluggar og tré hafa brotnað. Það tók að hægast um hjá björgunarsveitinni um klukkan 14 í dag en klukkan 15 ákvað lögreglan að loka Norðfjarðarvegi vegna fokhættu og fleiri tilkynningar fóru að berast til björgunarsveitar um fok og báta sem voru að losna frá bryggju.

Á Djúpavogi hefur björgunarsveitin verið að störfum síðan 11 í morgun þegar fyrsta útkallið barst vegn foks á lausamunum. Óvenju mikill vindur hefur verið í bænum og hafa margar tilkynningar borist um fok á lausamunum um allan bæinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri