Tvö innanlandssmit af COVID-19 greindust í gær, jóladag. Þó var engin sýnataka þá en svo virðist sem um sé að ræða smit sem komið hafi fram eftir síðustu tölur frá aðfangadegi (Sjá RÚV).
Þá voru engin flug til og frá landinu í gær, jóladag, og því engin smit á landamærum.
12 innanlandssmit greindust 22. desember, 7 á Þorláksmessu og 3 á aðfangadag.
Sjá opnunartíma fyrir sýnatöku um hátíðirnar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í viðtali við vef Morgunblaðsins að lítið sé hægt að lesa í tölur um smit í dag og gær. Hann segir jafnframt að smit sem greinst hafi undanfarna daga hafi flestöll tengsl við fyrri hópa sem hafi smitast.
Þórólfur segist hvorki vera bjartsýnn né svartsýnn á stöðuna en mikilvægt sé að forðast partýhald um áramótin.