fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Risagjaldþrot Bílanausts – Kröfur upp á rúman milljarð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 14:00

Úr verslun Bílanausts. Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabúi hinnar grónu og landsþekktu varahlutaverslunarkeðju, Bílanausts. Ljóst er af þeim kröfum sem gerðar voru í búið og því sem innheimtist ekki að reksturinn hefur farið illilega úr skorðum. Fyrirtækið Motomax keypti upp þrotabú Bílanausts í febrúar í fyrra og hélt rekstrinum áfram.

Skiptastjóri var Sigurður G Guðjónsson lögmaður. Að hans sögn voru aðalkröfuhafar hvað varðar veð- og haldskröfur Arion banki og N1. Arion átti veð í húsnæði fyrirtækisins og N1 í lager. Motomax keypti þessar kröfur. Svokallaðar veð- og haldskröfur eru upp á hálfan milljarð og greiddust rúmlega 260 milljónir upp í þær kröfur.

Forgangskröfur voru rúmlega 153 milljónir og lýstar almennar kröfur hátt í hálfur milljarður, eða rúmlega 460 milljónir. Ekkert fékkst upp í þessar kröfur og ljóst að skellurinn var stór fyrir marga, til dæmis lentu launakröfur á Ábyrgðarsjóði launa.

Bílanaust skellti skyndilega í lás í byrjun árs 2019 og starfsmenn voru sendir heim. Á dyr verslunar fyrirtækisins við Dverghöfða var sett til tilkynning þess efnis að  lokað væri vegna breytinga (Sjá Vísir.is) en verslunin var aldrei opnuð aftur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni