fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Hryllingur í Hjallabrekku – Sakaðir um að skilja lífshættulega slasaðan mann eftir ósjálfbjarga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. desember 2020 14:15

Hjallabrekka 1. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness mál gegn þremur mönnum. Einum þeirra er gefin að sök stórfelld líkamsárás á mann í húsnæði að Hjallabrekku 1 þann 23. apríl á þessu ári. Er hann sagður hafa veitt manninum högg í höfuðið með þeim afleiðingum að árásarþolinn féll aftur fyrir sig og skall í gólfið, þannig að hann höfuðkúpubrotnaði og nefbrotnaði.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara undir höndum. Hinn meinti árásarmaður og tveir aðrir menn sem voru á vettvangi eru ákærðir fyrir að hafa ekki komið manninum til bjargar eftir árásina, heldur skilið hann eftir liggjandi frammi á gangi húsnæðisins, farið burtu og hann lá eftir lífshættulega slasaður.

Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þeir eru allir frá Póllandi.

Þá er gerð einkaréttarkrafa fyrir hönd árásarþolans um að mennirnir greiði honum 7 milljónir króna í skaðabætur.

Ákæran var gefin út þann 23. nóvember en málið er nú komið af stað í dómskerfinu, fyrirtaka og aðalmeðferð verða eftir áramót. Við þingfestingu í morgun neituðu allir mennirnir sök í málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum
Fréttir
Í gær

Hve nánir voru Trump og Epstein?

Hve nánir voru Trump og Epstein?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meira um smyglferð íslensks föður til Hollands – Tók gífurlega áhættu með soninn með sér

Meira um smyglferð íslensks föður til Hollands – Tók gífurlega áhættu með soninn með sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“