fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sendiherra Bandaríkjanna gefur ekki upp ferðaplön sín „öryggis síns vegna“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 11. desember 2020 12:30

mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendiherra Bandaríkjanna, augnlæknirinn Jeffrey Ross Gunter, gefur ekki upp ferðaplön sín, öryggis síns vegna. Þetta kemur fram í svari sendiráðsins við fyrirspurn DV um hvort hann væri farinn af landi brott eða hvort hann hyggst gera slíkt á næstunni í ljósi stöðu sinnar sem pólitískt skipaður embættismaður forseta sem nú er á sínum síðustu vikum í embætti.

Hefð er fyrir því að pólitískt skipaðir sendiherrar Bandaríkjanna víki af starfsstöðvum sínum fljótlega eftir kosningar tapi sá forseti kosningunum sem viðkomandi sendiherra skipaði. Nú er ljóst að Donald Trump verður ekki áfram forseti Bandaríkjanna og að Joe Biden muni taka Hvíta húsinu þann 20. janúar næstkomandi. Þetta virðist öllum ljóst, nema kannski Donald Trump sjálfum. Trump hefur höfðað tugi dómsmála í Bandaríkjunum þar sem ýmiskonar kröfur eru hafðar uppi sem gætu tryggt honum áframhaldandi setu í Hvíta húsinu. Hann hefur tapað þeim svo til öllum.

Viðburðarík sendiherratíð

Óhætt er að segja að stutt sendherratíð Gunters hafi verið viðburðarík. Gunter komst fyrst í heimspressuna þegar CBS sagði frá því í júlí að hann hefði krafist þess að fá brynvarðan bíl, vopnaða lífverði og stunguvesti. Vitnaði CBS til fjölda heimildarmanna sem sögðu Gunter vænisjúkan og að hann hefði óttast um öryggi sitt frá því að hann kom til Reykjavíkur í fyrra. CBS leitaði eftir svari frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem neitaði að tjá sig og vísaði í sendiráðið sem var þögult sem gröfin. Þá hafði nýverið birst auglýsing í blöðunum þar sem sendiráðið kallaði eftir umsóknum í starf lífvarðar. Þar kom fram að umsóknarfrestur væri til og með 26. júlí. Í frétt CBS sagði jafnframt að Gunter vantreysti undirmönnum sínum og að hann hefði „farið í gegn um“ fjölda embættismanna sem ekki entust undir hans stjórn. Einn var sendur burt af sendiherranum vegna þess að honum leist ekki á útlit hans. Hafði sá undirbúið sig í heilt ár og meðal annars lært íslensku. Sá næsti entist aðeins í sex mánuði.

Enn vakti sendiherrann athygli í lok október. Í kjölfar fréttaflutnings Fréttablaðsins af Covid-19 smiti innan veggja sendiráðsins birtust digurbarkalegar færslur á Facebook síðu sendiráðsins þar sem Fréttablaðinu var úthúða sem „fals-fréttamiðli“ og uppnefnt „Fake News Frettabladid.“ Sagði jafnframt í færslunni að sendiráðið hafi „alltaf verið einn af öruggustu stöðum Íslands varðandi Covid-19.“ Færsluhöfundurinn, Gunter sjálfur samkvæmt heimildum DV, hélt enn áfram og skrifaði á bjagaðri íslensku sem bersýnilega var þýdd með aðstoð vefþýðingartóla eins og Google Translate:

Ameríka náði að vígja nýja sendiráðið án COVID-19 smits. Skömmin er núna hjá Fréttablaðinu fyrir ábyrgðarlausan blaðamennska. Löngu eftir vígslu kom upp eitt tilfelli vegna smits í íslenskum skóla. Smittíðnin á Íslandi er með því hæsta í Evrópu. Ömurlegt að Fals-Fréttablaðið væru svo ófagmannlegt og sýnir virðingarleysi með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi. Bandaríska sendiráðið hefur alltaf verið og er öruggasta athvarfið frá COVID-19 í Reykjavík. 

Viku eftir kosningarnar í Bandaríkjunum, þann 10. nóvember, sendi DV fyrirspurn á sendiráðið um hvort sendiherrann hyggst fara af landi brott. Svör sendiráðsins þá voru á þá leið að Gunter hefði ekki enn bókað flugið sitt heim og að sendiráðið myndi ekki tjá sig þar til allar „kosningadeilur væru útkljáðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann