fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

„Ef ferðaþjónustan er ekki gjaldþrota nú þegar þá verður hún það innan tíðar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 12:30

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor. Mynd; Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja segja að það verði að breyta reglum um landamæraskimun á næsta ári og sú ákvörðun þurfi að liggja fyrir snemma á árinu. Annars sé ferðaþjónustan búin að vera. Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í dag.

Núverandi fyrirkomulag er þannig að allir sem koma til Íslands þurfa að fara í skimun á landamærum, síðan tekur við fimm daga sóttkví og önnur skimum að henni lokinni. Ferðaþjónustuaðilar segja að flest önnur lönd séu meira opin en Ísland og að nánast engir ferðamenn komi til landsins næsta sumar ef fyrirkomulaginu verður ekki breytt.

„Ég get ekki hugsað til enda, hvað verður um fyrirtæki í ferðaþjónustu, ef sömu sóttvarnarráðstafanir verða við landamærin langt inn í næsta ár,“ segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor við Fréttablaðið.

Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 1. febrúar. Þann 15. janúar verður tilkynnt um framhald aðgerða. Ferðaþjónustuaðilar telja að í þeirri tilkynningu verði að koma fram tilslakanir enda panti ferðamenn sumarferðir snemma á árinu.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ferðaskrifstofur og flugfélög panti ekki ferðir til Íslands á meðan óvissa ríki um áframhald takmarkana:

„Það er því gríðarmikilvægt að stjórnvöld tilkynni sem allra fyrst um það hvernig sóttvarnaaðgerðum verði háttað frá áramótum, það er veiti fyrirsjáanleika um það hvaða forsendur muni liggja til grundvallar ákvörðunum um þær og við hverju megi búast í útfærslum miðað við hverjar forsendur fyrir sig. Á meðan þetta er ekki tilkynnt tapar samfélagið miklum verðmætum í hverri viku, það er verðmætum sem annars væru nú að verða til með bókunum ferðaskrifstofa á Íslandsferðum næsta sumar og haust,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“