fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Konurnar í skólanum fengu áfall þegar þær sáu viðtalið við Jón Pál – „Það varð allt vitlaust“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 10:20

Jón Páll þegar hann tók við Víkingi Ólafsvík í upphafi árs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Páll Pálmason knattspyrnuþjálfari var til viðtals í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá sem kom út í gær. Jón Páll var þjálfari Víkings Ólafsvíkur framan af sumri en er í dag hjá yngri flokkum FH.

Í þættinum var rifjað upp atvik frá sumrinu 2011 þegar Jón Páll var þjálfari Fylkis í efstu deild kvenna. Hann fór í frægt viðtal við Fótbolta.net eftir tap gegn Val það sumarið. „Það sem gerist þegar kvenfólk tuðar í karlmönnum að þeir annað hvort bogna og gefa eftir, eða þeir forheldast í skoðun sinni og verða gjörsamlega óþolandi,“ sagði Jón Páll í viðtalinu árið 2011.

Jón Páll fékk sekt frá KSÍ vegna atviksins. „Hann er bara heigull, þetta er algjör heigulskapur. Hann bognar undan vælinu í Valsstelpunum. Ég held að það væri langbest að fá heyrnarlausa menn til þess að dæma leikinn, sem heyra ekki vælið og eru með pung til þess að dæma helvítis leikinn eins og menn,“ sagði Jón Páll en fremur í viðtalinu fræga.

Jón Páll ræddi atvikið við Andra Geir Gunnarsson og rifjaði upp þennan tíma en hann var kennari í grunnskóla þetta árið. „Ég var að kenna 6 ára bekk í Reykjavík á þessum tíma, það var kennarafundur. Maður var að lesa alltaf fyrir þau 8:30 á morgnana og konunum í skólanum fannst maður yndislegur strákur, rólegur. Svo er þessu hent upp á skjá á kennarafundi, svipurinn á konunum sem höfðu alltaf talið mig góðan og ungan mömmustrák. Þegar þær sáu þetta, það var óborganlegt,“ sagði Jón Páll í Steve Dagskrá.

„Þetta er dónaskapur, ég fék hámarkssekt frá KSÍ og átti hana skilið. Ég mótmælti dómnum ekki, ég myndi ekki gera þetta í dag. Það eru tíu ár síðan. Það varð allt vitlaust.“

Þáttinn má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum