fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Myndband sýnir Ævar Annel beita hrottalegu ofbeldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 13:00

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem er komið í dreifingu sýnir Ævar Annel Valgarðsson beita mann hrottalegu ofbeldi, meðal annars sparka í höfuð hans. Annað myndband sýnir Guðlaug Þór Einarsson reyna að sparka upp hurð að íbúð við annan mann og krefjast þess að opna verði fyrir þeim.

Báðir menn hafa verið mikið í fréttum undanfarið vegna dreifingar myndbanda af ofbeldi og eldsvoðum. Guðlaugur Þór Einarsson, sem keppt hefur í bardagaíþróttinni MMA, verður 28 ára laust fyrir áramót. Fyrir rúmlega tveimur vikum birti hann myndband sem sýnir hann ganga í skrokk á Ævari Annel Valgarðssyni. Ævar Annel er tvítugur.

Á þriðjudagskvöld kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Friggjarbrunni í Úlfarsárdal. Þar bjó Guðlaugur en hann var ekki heima umrætt kvöld og íbúðin var mannlaus. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða.

Sólarhring síðar fór í dreifingu myndband sem sýnir mann kasta bensínsprengju inn um glugga íbúðarinnar. Í kjölfarið birtist myndband sem sýnir Guðlaug hóta manni lífláti í síma og munda haglabyssu. Einnig birtist annað myndband sem sýnir Guðlaug beita ofbeldi. Loks birtist myndband af bensínsprengjuíkveikju í húsi við Freyjugötu.

Guðlaugur var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp ástæður fyrir úrskurðinum en talið er að hann tengist umræddum myndbandabirtingum. Ekki náðist í lögmann Guðlaugs við vinnslu fréttarinnar.

Á föstudag lýsti lögregla jafnframt eftir Ævari Annel Ríkharðssyni. Samkvæmt heimildum DV er Ævar óhultur en í felum fyrir lögreglu. DV ræddi við föður hans í gær sem sagði að hann óttaðist ekki um son sinn. Faðir hans lýsti því jafnframt yfir að Ævar væri með öllu saklaus af íkveikju á heimili Guðlaugs.

Annað myndbandið hér að neðan sýnir hrottalegt ofbeldi af hálfu Ævars Annels. Meðal annars sparkar hann í höfuð manns. Ljóst er að dómstólar hafa hingað til litið á spörk í höfuð liggjandi manna alvarlegum augum. Til dæmis dæmdi héraðsdómur árið 2018 mann í sex mánaða fangelsi fyrir spörk í höfuð liggjandi manns. Spörk í höfuð hafa enn fremur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fórnarlömb slíkar árása. Í Hæstarétti 2011 var fjallað um mál manns sem þjáðist af minnisskerðingu, skertu vinnsluminni, skertri einbeitingu, var þvolgumæltur og átti erfitt með orðaminni eftir að hafa orðið fyrir spörkum í höfuð og andlit.

Við vörum viðkvæma við myndböndunum hér að neðan. Annað myndbandið sýnir hrottafengna árás Ævars Annels en hitt aðferðir  Guðlaugs við að reyna að komast inn íbúð.

 

Uppfært: Myndband af árásinni hefur verið fjarlægt að beiðni brotaþola.

 

„OPNAÐU“ from DV on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar