fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Fréttir

Þröstur Ingimarsson er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur Ingimarsson er látinn, 57 ára að aldri. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu í Keflavík, fimmtudaginn 19. nóvember, en banamein hans var krabbamein.

Þröstur er fæddur og uppalinn í Reykjavík en bjó síðustu æviárin í Höfnum ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínborgu Steinunnardóttur. Þröstur lætur eftir sig eina dóttur, Ingibjörgu Sunnu Þrastardóttur, og stjúpson, Agnar Dofra Stefánsson. Þá lætur Þröstur eftir sig tvö barnabörn, dreng og stúlku,.

Þröstur starfaði sem gæslumaður á réttar- og öryggisgeðdeild. Hann var margfaldur Íslandsmeistari í pílukasti og landsliðsmaður í bridge til margra ára. Gamall spilafélagi Þrastar, Jón Þorvarðarson, minnist hans með þessum orðum:

„Þröstur Ingimarsson fallinn frá.

Fyrir hreina tilviljun hitti ég Þröst í tvígang í sumar þegar hann dvaldist í Reykjavík vegna krabbameinsmeðferðar. Meðan á dvölinni stóð notaði hann tækifærið og heilsaði upp á nokkra kunningja, í annað skiptið til að fylgjast með spilamennsku og í hitt skiptið til að gera sér glaðan dag á veitingahúsi. Vissulega var hann tekinn og átti erfitt með gang, en það var ánægjulegt að sjá hvað hann var léttur í skapi og brosmildur. Ekkert brottfararsnið var að sjá á Þresti – þvert á móti var hann með bridslegar hugleiðingar fyrir framtíðina. Eitt er víst, að hann sýndi mikið æðruleysi og mikinn sálarkraft á þessum síðustu augnablikum jarðvistar sinnar. Þvílíkur karakter. Blessuð sé minning Þrastar.

Árangur Þrastar við spilaborðið (og í pílukasti) mun auðvitað geyma minningu hans um aldur og ævi.“

 

DV sendir aðstandendum Þrastar Ingimarssonar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Líkfundur á Reynisfjalli í gærkvöldi

Líkfundur á Reynisfjalli í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi
Fréttir
Í gær

Ísbjörninn á Hornströndum felldur

Ísbjörninn á Hornströndum felldur
Fréttir
Í gær

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum
Fréttir
Í gær

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns