fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Snjór í borginni en sveiflukennt veður framundan

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 23:06

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar vetrarlegt er orðið í borginni eftir að snjó tók að falla seint í kvöld. Fimbulkuldinn sem tók á móti borgarbúum í morgun er þó horfinn og sýnir nú hitamælir blaðamanns sléttar núll gráður. Nokkur hálka myndaðist í borginni við þessi skilyrði, en búast má við að snjórinn verði að mestu horfinn fyrir morguntraffíkina í fyrramálið.

Samkvæmt Veðurstofunni hlýnar í kvöld og í nótt og má því búast við að gráir malbikstónar taki á ný við af jólalitunum eftir því sem nóttinni líður. Á morgun spáir hita um og yfir frostmarki um allt land og þurrt alls staðar nema á Suðausturlandi þar sem á að rigna nokkuð hressilega.

Tilbreytingalaust veður á föstudagskvöldið og fram á laugardag nema í Öræfasveit þar sem búast má við duglegum hviðum af jökli.

Áhugamenn um kalda vetra geta svo tekið gleði sína á ný á sunnudag þegar herðir nokkuð hressilega á frosti um allt land. Spáir Veðurstofan fjögurra stiga gaddi í borginni þá og öðru eins meðfram ströndinni. Harðari frosti í innsveitum og auðvitað á hálendinu.

Helst það veður, kalt og stillt, eitthvað fram í vikuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óprúttnir aðilar lauma lélegum gervigreindarlögum á Spotify síður íslenskra tónlistarmanna

Óprúttnir aðilar lauma lélegum gervigreindarlögum á Spotify síður íslenskra tónlistarmanna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segist í áfalli eftir heimsókn á bráðamóttökuna – „Eins og að ganga í gegnum helvíti“

Segist í áfalli eftir heimsókn á bráðamóttökuna – „Eins og að ganga í gegnum helvíti“
Fréttir
Í gær

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“
Fréttir
Í gær

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“
Fréttir
Í gær

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu
Fréttir
Í gær

Stappi vegna keilu„frátekta“ á bílastæðum lokið í bili

Stappi vegna keilu„frátekta“ á bílastæðum lokið í bili