fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Óhugnanlegt myndband tengt brunanum í Friggjarbrunni – Sveiflar haglabyssu og hótar morði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem samkvæmt heimildum DV er íbúi í húsnæði að Friggjarbrunni í Úlfarsárdal sem varð eldsvoða að bráð í vikunni hefur tekið upp óhugnanlegt myndband þar sem hann hótar manni í símtali morði. Hann sveiflar haglabyssu fyrir framan símann og segir meðal annas: „Þá mæti ég með þetta. Ég mun mæta heim til þín með þetta.“

Eins og kom fram í fréttum í gærkvöld er í dreifingu myndband sem sýnir mann sem virðist henda bensínsprengju inn um glugga íbúðar í fjölbýlishúsi við Friggjarbrunn. Íbúðin skemmdist mikið í eldsvoða á þriðjudagskvöld og segir lögregla að grunur sé um íkveikju.

Sjá einnig: Myndband frá Friggjarbrunni sýnir mann kasta hlut inn um glugga íbúðarinnar sem brann

Íbúi þar er virkur keppandi í bardagaíþróttinni MMA. Hann birti um helgina myndband sem sýnir hann ganga í skrokk á manni. Í kjölfar birtingar myndbandsins handtók lögregla manninn og yfirheyrði á sunnudag.

Þegar líður á myndbandið verður maðurinn mjög reiður, bölvar viðmælanda sínum í sand og ösku og hótar honum lífláti.

Myndbandið sem sýnir morðhótunina má sjá hér að neðan. Átt hefur verið við myndbandið til að leyna auðkenni mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að upplýsingum um stúlkubarn sem keyrt var á á Akureyri

Leita að upplýsingum um stúlkubarn sem keyrt var á á Akureyri
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Í gær

Segir að mál Trump og Epstein-skjalanna geti endað með ríkisrétti – „Þetta er örvænting á stigi sem við höfum ekki séð áður“

Segir að mál Trump og Epstein-skjalanna geti endað með ríkisrétti – „Þetta er örvænting á stigi sem við höfum ekki séð áður“
Fréttir
Í gær

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“