fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Fimm til sex hundruð þúsund skammtar af bóluefni verða keyptir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 18:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er vitað hvenær bóluefni gegn COVID-19 kemur til Íslands, það gæti orðið þegar í janúar en líka nokkru síðar. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Speglinum á RÚV. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þar útilokað að segja til um hvenær bóluefnið berist.

Fram kemur í umfjölluninni að gert sé ráð fyrir að hver einstaklingur þurfi tvær sprautur til öryggis. Því verði keyptur tvöfaldur fjöldi skammta miðað við þann fjölda sem áætlað er að verði bólusettur. Gert er ráð fyrir að bólusetja um 270 til 300 þúsund manns og verður lítil áhersla lögð á börn. „Þá er ekki gert ráð fyrir því að börn verði ofarlega á lista í bólusetningunni nema að þau hafi einhvern undirliggjandi áhættuþátt. Þetta er öðru vísi en þetta var í svínaflensunni og inflúensu þar sem börn eru oft aðal smitberar veikinnar. Þannig að við erum ekki að leggja áherslu á að börn verði bólusett núna,“ segir Þórólfur í samtali við Spegilinn.

Unnið er að forgangslista um hverjir verða fyrstir til að fá bóluefni. Þórólfur segir að í þeirri vinnu sé stuðst við tillögur frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Segir hann að bólusetningin þurfi ekki að taka langan tíma en það fari eftir því hve mikið og hratt bóluefni berist til landsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast