fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Segja það mikil vonbrigði að lesa skoðunarpistilinn í Morgunblaðinu: „Hrein­lega dap­ur­legt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 17:23

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skrifa blaðamanns Morgunblaðsins. Kristó­fer Kristjáns­son skrifaði þar í gær pistil um ákvörðun stjórnar sambandsins að blása öll Íslandsmót af.

Kristófer var harðorður í garð KSÍ fyrir að blása öll Íslandsmót af og skrifar. „Það er súrt að hugsa til þess að, ef ástandið í sam­fé­lag­inu skán­ar á næstu miss­er­um og aðstæður leyfa að knatt­spyrn­an hefj­ist aft­ur, þá geta æf­inga­mót­in í Eg­ils­höll­inni farið fram óáreitt í vet­ur á meðan Íslands­mótið sjálft var út­kljáð eft­ir vilja og geðþótta stjórn­ar­manna knatt­spyrnu­sam­bands­ins, en ekki í anda íþrótt­ar­inn­ar sjálfr­ar eða sam­kvæmt lög­um sam­bands­ins. Í Laug­ar­daln­um hafa menn víst talið að stund­um brjóti nauðsyn lög,“ skrifar Kristófer á vef Morgunblaðsins.

Kristófer efast einnig um hæfni stjórnar KSÍ. „Öll um­fjöll­un um hæfis­regl­ur í lög­um KSÍ er þó hugs­an­lega ekk­ert annað en dauður bók­staf­ur. Meg­inþorri stjórn­ar­manna KSÍ hafði ríka hags­muni af ákvörðun­inni 30. októ­ber vegna fyrr­ver­andi tengsla við þau fé­lög sem högnuðustu af niður­stöðunni. Hefði ekki verið eðli­legt að þess­ir aðilar hefðu lýst sig van­hæfa á þeim fundi sem ákvörðunin var tek­in á? Þess­um sömu aðilum yrði vænt­an­lega fengið að skipa nýja dóm­ara við áfrýj­un­ar­dóm­stól­inn, færi svo að þeir sem þar sitja nú þegar gætu ekki tekið málið til meðferðar vegna van­hæf­is.“

Hann fer svo einnig yfir úrskurð aga og úrskurðarnefndar KSÍ sem hefur vísað frá kærum Fram og KR vegna málsins.

Sambandið svarar þessu og þar segir meðal annars. „Það eru mik­il von­brigði og hrein­lega dap­ur­legt að lesa ein­hliða skoðanap­ist­il blaðamanns Morg­un­blaðsins um málið, þar sem vinnu­brögð kjör­inna full­trúa knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar eru gerð tor­tryggi­leg, og hæfi þeirra og heil­indi dreg­in í efa. Það hlýt­ur að vera sjálf­sögð krafa, þegar fjallað er um erfið og flók­in mál eins og þetta, að leita upp­lýs­inga um all­ar hliðar frá full­trú­um KSÍ, eða öðrum full­trú­um knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar eins og við á hverju sinni.“

Yfirlýsing KSÍ sem birtist á MBL.is
Að gefnu til­efni og vegna skoðanap­ist­ils blaðamanns Morg­un­blaðsins sem birt­ist á mbl.is í gær­kvöld þá vill KSÍ koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

Varðandi ein­róma ákvörðun stjórn­ar KSÍ um móts­lok þá vill stjórn KSÍ árétta að hún hafði skýra til­vís­un og laga­stoð í 44. grein laga KSÍ um aðgerðir þegar meiri hátt­ar ut­anaðkom­andi at­b­urðir krefjast þess. Áhrif Covid-19 eru öll­um ljós í sam­fé­lag­inu og á sviði íþrótta inn­an­lands sem er­lend­is. Sú staða sem hreyf­ing­in fann sig í var mjög erfið. Stjórn­in hafði sett sér­staka reglu­gerð sem samþykkt var í júlí eft­ir víðtækt sam­ráð og m.a. var leitað eft­ir af­stöðu aðild­ar­fé­lag­anna og stjórn­ar ÍTF um móts­lok.

Reglu­gerðin var síðan kynnt og birt aðild­ar­fé­lög­un­um, en al­menn sátt var um þá nálg­un sem þar kom fram. Það var vandað til verka með aðkomu sem flestra, og hugað að ýms­um mál­um sem ákvörðun um fram­hald eða lok móts myndi hafa mik­il áhrif á, eins og t.d. samn­inga leik­manna og þjálf­ara, fé­laga­skipti leik­manna og margt fleira, svo sem vall­araðstæður og veðurfar.

Það er síðan aga- og úr­sk­urðar­nefnd sem kjör­in er af aðild­ar­fé­lög­un­um á ársþingi KSÍ, æðsta stjórn­valdi hreyf­ing­ar­inn­ar, sem hef­ur kom­ist að niður­stöðu skv. þeirra skiln­ingi á lög­um KSÍ sem fé­lög­in hafa samþykkt á ársþingi að fengn­um aukn­um meiri­hluta fé­lag­anna hverju sinni.

Það eru mik­il von­brigði og hrein­lega dap­ur­legt að lesa ein­hliða skoðanap­ist­il blaðamanns Morg­un­blaðsins um málið, þar sem vinnu­brögð kjör­inna full­trúa knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar eru gerð tor­tryggi­leg, og hæfi þeirra og heil­indi dreg­in í efa. Það hlýt­ur að vera sjálf­sögð krafa, þegar fjallað er um erfið og flók­in mál eins og þetta, að leita upp­lýs­inga um all­ar hliðar frá full­trú­um KSÍ, eða öðrum full­trú­um knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar eins og við á hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Juventus leiðir kapphlaupið

Juventus leiðir kapphlaupið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?
433Sport
Í gær

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst
433Sport
Í gær

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur