fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Adebayor hvatti Partey til þess að ganga til liðs við Arsenal

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Adebayor, fyrrverandi leikmaður Arsenal, segist hafa hvatt Thomas Partey, til þess að ganga til liðs við sitt fyrrum félag. Partey gekk til liðs við Arsenal í byrjun október.

„Hann sagði mér að það væru félög í Englandi á eftir sér, aðallega Arsenal, Chelsea og Manchester United sem höfðu sýnt honum áhuga og hann bað mig um,“ sagði Adebayor í viðtali sem birtist á YouTube

Adebayor segist hafa ráðlagt Partey að ganga til liðs við Arsenal því það væri gott félag fyrir hann til þess að taka framförum.

„Arsenal er meira en bara knattspyrnufélag, Arsenal er fjölskylda og ég er ánægður með frammistöðu hans hingað til í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Adebayor um Thomas Partey.

Þessi ráðlegging Adebayor kemur þónokkuð á óvart þar sem samband hans og Arsenal hefur verið stormasamt, hann sagðist meðal annars hata félagið í viðtali árið 2018.

Samband Adebayor og Arsenal tók stefnu til hins verra þegar hann var orðinn leikmaður Manchester City. Margir stuðningsmenn Arsenal munu aldrei fyrirgefa leikmanninum fyrir fagnaðarlætin þegar hann skoraði gegn Arsenal í 4-2 sigri Manchester City árið 2009.

Adebayor hljóp þá yfir endilangan völlinn til þess að fagna fyrir framan stuðningsmenn Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum