fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

„Ég ákvað að gefa henni líf því lífið var tekið frá henni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 13. nóvember 2020 08:00

Þóra Karítas Árnadóttir Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og rithöfundurinn Þóra Karítas Árnadóttir gaf nýlega út bókina Blóðberg sem fjallar um líf og örlög Þórdísar Halldórsdóttur, fyrstu konunnar sem var drekkt í Drekkingarhyl á dögum Stóradóms.

Hún talar um söguna að baki bókinni, ferlið við að skrifa hanna og opnar sig um sáran missi í helgarviðtali í helgarblaði DV sem kom út í dag.

Eftirfarandi er brot úr viðtalinu. 

Blóðberg er fyrsta skáldsaga Þóru Karítasar en áður gaf hún út bókina Mörk þar sem hún segir sögu móður sinnar. Þrátt fyrir að Blóðberg sé skáldsaga liggur heilmikil heimildarvinna að baki, enda byggir hún á sannsögulegum atburðum.

Þóra segir að með bók sinni hafi hún viljað gefa Þórdísi Halldórsdóttur rödd og veita lesandanum færi á að líta aftur í tímann.

„Ég ákvað að gefa henni líf því lífið var tekið frá henni. Ég lagði því áherslu á að búa til lifandi persónu og gæða hana miklu lífi og um leið að varpa ljósi á sögu þeirra sem voru teknir af lífi á þessum tíma,“ segir Þóra. Hún bendir á að það eigi fullt erindi í dag að horfa aftur í tímann, á raunveruleika þeirra kvenna sem á undan okkur komu og bjuggu í allt öðru samfélagi en við búum við í dag.”

Stóridómur var lagabálkur sem tók gildi á sextándu öld og sneri að kynferðismálum en dauðasök lá við sifjaspellsbrotum og þriðja hórdómsbroti.

„Þetta var drusluskammartímabil Íslandssögunnar og þetta talar svolítið við metoobyltinguna að því leytinu til að við erum enn að burðast með svo mikla skömm út af svona hlutum og erum oft svolítið hörð við sjálf okkur og dæmum svolítið hart, þó svo að það sé ekki gert af dómstólum í dag.“

Þóra bendir á að líklega hafi lítil sem engin umræða verið um kynlíf á tímum Stóradóms. Stúlkur voru ekki fræddar um líkama sinn, hvatir eða þrár og vissu margar ekki hvernig börnin verða til.

„Ég fór tvisvar til Afríku á meðan ég var að skrifa þessa bók en þar var ég að safna sögum fyrir UNWomen. Þar talaði ég við stelpu sem hafði orðið ólétt þrettán ára á markaði eftir að maður hafði verið að gefa henni gjafir, það sem við vitum í dag að er að tæla hana sem barnaníðingur, og hún hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún var komin að því að fæða barnið.

Þetta lýsir svolítið umhverfi Stóradóms. Það var ekki nein kynfræðsla og stelpur og ungar konur vissu oft ekkert hvernig þetta gekk fyrir sig. Þórdís var mjög ung þegar hún varð ólétt, ef til vill sextán eða sautján ára.”

Einfalt er að gerast áskrifandi að vef- og/eða prentútgáfu blaðsins með því að smella hér: dv.is/skraning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 3 dögum

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“