fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Landsréttur tók afstöðu með mæðginum – Krefst þess að viðurkennt verði að maðurinn sé faðir hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 15:30

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur felldi á föstudaginn úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem hafði vísað frá barnfaðernismáli.

Kona gerði þá kröfu fyrir hönd sonar síns að viðurkennt yrði að maður sem býr í Bandaríkjunum væri faðir drengsins og að maðurinn myndi greiða meðlag með drengnum frá fæðingu hans til 18 ára aldurs. Konan segir að hún hafi átt í nánum kynnum við manninn á getnaðartíma barnsins.

Konan gerir þá kröfu að gerð verði mannerfðafræðileg rannsókn á manninum, henni og syninum, til að leiða faðernið í ljós. Hinn meinti faðir hefur ekki látið sig málið varða.

Héraðsdómur Reykjaness taldi að ekki væri hægt að koma við mannerfðafræðilegri rannsókn á fólkinu og því verði að styðjast við önnur gögn. Konan lagði fram samskipti aðila á samfélagsmiðlum en héraðsdómur taldi þau ekki vera afgerandi. Í þeim samskiptum sagðist maðurinn ekki trúa því að hann væri faðir drengsins.

Héraðsdómur taldi óhjákvæmilegt að vísa málinu frá þar sem ekki væru til staðar gögn sem sanni faðernið.

Þessu var Landsréttur ekki sammála og vísaði málinu aftur í hérað til frekari meðferðar, meðal annars á þeim forsendum að móðirin hafi ekki fallið frá þeirri kröfu sinni að mannerfðafræðileg rannsókn fari fram. Héraðsdómi beri að leysa úr kröfu hennar.

Úrkurð Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag