fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Dularfullt peningaþvættismál – Íslenskt par tók við háum fjárhæðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur kært karl og konu sem bæði eru á fertugsaldri fyrir peningaþvætti. Brotastarfsemi þeirra á að hafa staðið yfir frá því árið 2017 og þar til í janúar á þessu ári.

Manninum er gefið að hafa tekið við inn á bankareikninga sína hjá Íslandsbanka alls rúmlega 27 milljónum krónu. Hann er jafnframt sagður hafa keypt evrur fyrir vel á 13. milljón króna. Þá er honum gefið að sök að hafa fengið konuna til að umbreyta rúmlega 8 milljónum króna í evrur.

Konunni er gefið að sök að hafa frá því í júní 2018 og fram í mars 2019 tekið við 8,1 milljón króna í reiðufá frá manninum og skipt því í evrur. Er sagt að konunni hefði ekki átt að hafa dulist að um illa fengið fé færi að ræða.

Umrætt fé er sagt vera ávinningur af afbrotum.

Þess er krafist að bæði maðurinn og konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“