fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Smit í Vogaskóla eftir að enginn fór í sóttkví – Nú fara allir í sóttkví

Heimir Hannesson
Laugardaginn 7. nóvember 2020 00:04

mynd/skjáskot RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smit greindist meðal nemenda í Vogaskóla í dag. Líkt og Fréttablaðið sagði frá í gær greindist smit meðal kennara í Vogaskóla í gær. Þrátt fyrir það var sú ákvörðun tekin að senda ekki nemendur í sóttkví vegna grímunotkunar og fjarlægðartakmarkanna. Þó voru nokkrir kennara á unglingastigi sendir í sóttkví fram á að minnsta kosti mánudag.

Snædís Valsdóttir, skólastjóri í Vogaskóla, sagði við Fréttablaðið í gær að vegna þess að skólinn hafi fylgt reglum almannavarna um grímunotkun og fjarlægðarmörk, væri ekki talin ástæða til að senda nemendur í sóttkví.

DV hefur heimildir fyrir því að foreldrar séu ekki sáttir með viðbrögðin í kjölfar smitsins hjá kennaranum. Reiðin beinist fyrst og fremst að þeirri ákvörðun að senda börnin ekki í sóttkví strax og smitið hjá kennaranum kom upp.

Samkvæmt heimildum DV hefur foreldrum ekki verið tilkynnt um hvort og þá til hvaða aðgerða skólastjórnendur muni grípa, en von er á tilkynningu til foreldra frá skólastjórnendum áður en skólahald hefst á ný eftir helgarfrí.

Snædís Valsdóttir skólastjóri vildi ekki tjá sig við málið að svo stöddu við fjölmiðla þegar DV hafði samband við hana í kvöld.

Uppfært kl 23:57:

Snædís hefur nú sent foreldrum og forráðamönnum barna í bekknum sem um ræðir í Vogaskóla tölvupóst vegna málsins. „Mér þykir leitt að tilkynna ykkur að smit hefur komið upp hjá nemanda,“ segir í póstinum.

„Unnið er nánari rakningu og til að gæta fyllsta öryggis þá er það er krafa smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis að nemendur í 10. bekk Vogaskóla, eigi að fara í sóttkví frá og með föstudeginum 6. nóvember til og með föstudagsins 13. nóvember þar sem þeir voru útsettir fyrir smiti vegna COVID-19 veirunnar. Þið munið fá nánari upplýsingar frá smitrakningarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis á næstu dögum sem og sms strikamerki sem þið þurfið að framsýna í sýnatökunni sem fram fer á sjöunda degi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar