Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir í gærkvöldi og nótt. Þrír voru handteknir vegna málanna og fluttir í fangageymslu.
Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í leiktækjum á lóð Vatnsendaskóla. Eldurinn læsti sig einnig í klæðningu skólans. Slökkvilið slökkti eldinn, minniháttar tjón hlaust af eldinum.
Tveir voru handteknir í austurborginni í gærkvöldi, grunaðir um fíkniefnamisferli. Þeir voru látnir lausir að skýrslutöku lokinni.
Einhver eða einhverjir þurftu að fá útrás fyrir óeðlilegar hvatir og brutu allar rúður í tveimur strætóskýlum í austurborginni. Málið er í rannsókn.
Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. Sökum ástands ökumannsins var hann vistaður í fangageymslu.
Töluvert mörg útköll voru vegna ölvunar og hávaða í nótt á höfuðborgarsvæðinu.