fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Kona dæmd fyrir 32 fjársvik á innan við mánuði – Stal af Jóa Fel og fjölmörgum öðrum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 17:10

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

35 ára gömul kona var skömmu fyrir helgi dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir langa runu afbrota. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Konan er meðal annars sakfelld fyrir 33 fjársvik, þarf af 32 framin í aprílmánuði 2019. Allt eru þetta minniháttar fjársvik, en hún stal greiðslukorti og framdi fjölmargar úttektir með því. Meðal annars stal konan af Jóa Fel, Rúmfatalagernum og Lyfju. Samtals nema fjársvikin aðeins rúmlega 300 þúsund krónum. Konan framdi 13 afbrot á einum og sama deginum, 20. apríl 2019, þar sem hún stal meðal annars af Nova, 10-11 og Hreyfli.

Konan var einnig sakfelld fyrir vörslu fíkniefna og fyrir að hafa hníf í vörslu sinni.

Konan var einnig sakfelld fyrir hylmingu, en hún tók við Canyon Spectral fjallahjóli úr hendi óþekkts aðila þrátt fyrir að vita að um þýfi væri að ræða.

Einnig var hún sakfelld fyrir að stela vörum úr Nettó Mjódd að verðmæti um 6.500 krónur.

Konan á brotaferil að baki en dómsáttir voru gerðar í fyrri málum hennar. Hún játaði brot sín og fékk sex mánaða fangelsisdóm.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin