fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Stjörnuvitlaust veður í kortunum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 12:54

mynd/skjáskot vedur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuvitlaust veður er í spákortum fyrir morgundaginn, þriðjudaginn 3. nóvember.

Gert er ráð fyrir norðvestan stormi um á Suður-, Suðaustur og Austurlandi frá og með 8 í fyrramálið og um klukkan 10 verður á svæðinu frá Öræfajökli og að Höfn í Hornafirði óveður af verstu gerð. Má gera ráð allt að 40 metrum á sekúndu undir jökli og ívið hvassari hviðum. Ekki er að vænta mikillar úrkomu með óveðrinu.

Eftir því sem líður á þriðjudaginn þokar storminum út á haf en á aðfaranótt miðvikudags tekur aftur að hvessa, þá vestan til og úr sunnanátt.

Sunnanstormurinn snýr sér svo snemma á miðvikudag í suðaustansudda og færir sig austur á land. Hlýnar með sunnanáttinni eins og venja er fyrir og fylgir henni mikil úrkoma, einkum sunnan og suðvestan til.

Gular viðvaranir eru þegar í gildi fyrir allt Suðausturland, Austurland, Norðurland eystra og miðhálendið. Verða þær allar í gildi í einu á þriðjudagsmorgun. Ekki hafa verið gefnar út neinar litakóðaðar viðvaranir fyrir miðvikudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár