fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Mexíkó – Fundu 59 lík í nokkrum gröfum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. október 2020 22:30

Lögreglumenn að störfum í Mexíkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 59 lík fundust í nokkrum gröfum í Guanajuato-ríki í Mexíkó fyrr í vikunni. Yfirvöld tilkynntu um þetta á miðvikudaginn. Karla Quintana, sem stýrir sérstakri rannsóknarnefnd yfirvalda, sagði að flest líkin virðist vera af ungu fólki, mjög ungu, jafnvel á unglingsaldri.

Hún sagði að 10 til 15 af líkunum virðist vera af konum en það hefur ekki verið staðfest endanlega.

Grafirnar fundust nærri Barrio de San Juan í Salvatierra í suðurhluta ríkisins. Þetta er stærsti líkfundurinn til þessa í Guanajuato. Morðtíðnin í ríkinu hefur verið ein sú hæsta í Mexíkó á síðustu árum vegna átaka eiturlyfjahringa.

Yfirvöldum var bent á hugsanlega staðsetningu grafanna fyrir um tveimur vikum og síðustu níu daga hefur lögreglan unnið að uppgreftri á svæðinu.

Frá því að Felipe Calderon, þáverandi forseti, lýsti yfir stríði gegn eiturlyfjahringjunum árið 2006 hefur ofbeldið í landinu kostað rúmlega 200.000 manns lífið.

Í Guanajuato skráðu yfirvöld 2.250 morð á fyrstu átta mánuðum ársins. Þetta er 25% aukning frá sama tíma á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol