fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Tölvutek-gjaldþrotið – Kröfur upp á yfir 400 milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. október 2020 18:00

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunin Tölvutek varð gjaldþrota vorið 2019. Síðar sama ár endurreisti Origo reksturinn og verslunin blómstrar í dag. Skiptum í þrotabú félagsins sem átti verslunina, TT100, er nýlokið og birtist tilkynning um skiptalokin í Lögbirtingablaðinu.

Þar kemur fram að lýstar kröfur í búið voru 433.172.992 krónur. Búskröfuhafar fengu sínar kröfur að fullu greiddar og veðkröfuhafar fengu tæp 30% upp í samþykktar kröfur sínar. Ekki kom til úthlutunar upp í forgangs-, almennar og eftirstæðar kröfur en samþykktar forgangskröfur námu kr. 75.807.278. Ekki var tekin afstaða til almennra og eftirstæðra krafna.

Kröfurnar skiptust upp í sértökukröfur sem voru um 30 milljónir, búskröfur sem voru um 5 og hálf milljón, veðkröfur sem voru um 190 milljónir, forgangskröfur sem voru 107 milljónir, almennar kröfur voru rúmlega 97 milljónir og eftirstæðar kröfur voru 2,3 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin