fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Guðmundur lýsir með sláandi hætti muninum á því hvernig Þjóðverjar og Íslendingar tala um Ísland

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. október 2020 18:32

Guðmundur G Þórarinsson. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrirverandi formaður Skáksambands Íslands, birti grein í Morgunblaðinu í dag sem hefur vakið mikla athygli. Þar lýsir Guðmundur upplifun sinni af því hvernig annars vegar þýskir túristar tala um Ísland og hins vegar hvernig landsmenn sjálfir tala um þetta samfélag.

Í greininni ber Guðmundur saman tvennar samræður sem hann varð vitni að í heitum potti í Laugardalslauginni. Hann lýsir því hvernig hópur þýskra ferðamanna töluðu um Ísland í pottinum fyrir nokkrum misserum:

„Hvers konar þjóð eru þessir Íslendingar? Þið eruð um 300 þúsund, þið eruð að fólksfjölda eins og úthverfi í Hamborg, þið búið í gríðarstóru landi, sem er um tvisvar og hálfu sinni stærra en Danmörk.

Þið hafið byggt hafnir meðfram allri þessari löngu strandlengju, þið hafið byggt vegi um allt þetta stóra land og brúað mörg stórfljót, þið hafið rafvætt alla þessa dreifðu byggð, reist raforkuver, raflínur og dreifikerfi og hitað byggðina með jarðhita. Þið eruð með marga háskóla þar sem unnt er að læra næstum allt sem menn vilja fræðast um og afla sér réttinda, þið eruð með heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða, þið eruð í hópi þjóða með bestu lífskjör. Í afskekktu landi á afskekktum býlum rituðuð þið bókmenntir, Íslendinga sögur á heimsmælikvarða, varðveittuð fornar bókmenntir hins germanska heims, bókmenntir sem hvergi annars staðar varðveittust, þegar flestir telja að menningarverðmæti á heimsmælikvarða hafi aldrei orðið til á jaðarsvæðum, eigið nóbelshafa í bókmenntum, eigið frábæra tónlistarmenn, suma heimsfræga, Björk o.fl., og rekið sinfóníuhljómsveit. Þið hafið orðið heimsmeistarar í bridge, átt heimsmeistara í öllum yngri flokkum í skák, staðið í
fremstu röð í flokkaíþróttum, handbolta og fótbolta, þið eigið mannvirki, Hnitbjörg, sem á skilið að vera á verndarskrá Sameinuðu þjóðanna vegna arkitektúrs.
Hvað eftir annað unnið keppnina sterkasti maður heims og oft unnið keppnina um fegurstu konu heims.

Hvernig er unnt að skýra þetta?“

Var kippt niður á jörðina

Guðmundur lýsir því síðan hvernig honum var kippt aftur niður á jörðina þegar Þjóðverjarnir fóru upp úr pottinum og í stað þeirra settist þar hópur Íslendinga sem tóku að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Þar kvað vissulega við annan tón:

„Tónninn breyttist: Hér er allt ómögulegt, vegakerfið í rúst, heilbrigðiskerfið að falli komið, við drögumst aftur úr í almennri fræðslu, dreifikerfi rafveitna stenst ekki álagið. – Erfiðar umræður hófust um ástandið í þjóðfélaginu.

Þegar ég yfirgaf pottinn var ég vissulega kominn niður á jörðina aftur.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast