fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Fósturfaðirinn sagði honum að kaupa sér sjálfur mat – Lenti saman eftir að sonurinn fékk sér pylsubrauð í eldhúsinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. október 2020 10:29

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur sýknaði fyrir helgi mann af líkamsárás á fósturföður sinn, sem og brot á barnaverndarlögum, en sex ára hálfsystir mannsins varð vitni að átökunum. Héraðsdómur hafi áður fundið manninn sekan og dæmt hann í 8 mánaða fangelsi.

Maðurinn bjó í bílskúr á lóð móður sinnar og fósturföður, sex ára systir hans býr á heimilinu. Maðurinn var að koma heim með móður sinni af námskeiði og bauð hún honum að koma inn í hús og fá sér að borða. Maðurinn fann hins vegar ekkert ætilegt nema pylsubrauð og borðaði af þeim. Á meðan sat fósturfaðirinn inni í stofu og gerði athugasemdir við manninn þess efnis að hann ætti að sjá um sín matarinnkaup sjálfur. Þessi orðaskipti undu upp á sig og leiddu til þess að maðurinn tók utan um föt fósturföður síns og þrýsti honum niður í sófann.

Sem fyrr segir fann héraðsdómur manninn sekan um líkamsárás. Landsréttur hafnar þeim dómi og telur áverka í áverkavottorði ekki nægilega. Þá eru lýsingar barnsins, sex ára systurinnar, og móður mannsins, á atvikinu þannig að ekki er talið styðja ásakanir um líkamsárás. Sagði móðirin að fósturfaðirinn hafi verið með leiðindatuð. Sonur hennar sagðist hafa rifið í manninn til að fá hann til að hlusta á sig.

Niðurstaða Landsréttar var að ógilda dóm héraðsdóms og sýkna manninn af ákæru um líkamsárás.

Sjá dóm Landsréttar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Í gær

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað