fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Maður ógnaði fólki í Mjódd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. október 2020 07:44

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að næturlíf liggi niðri vegna samkomutakmarkana var nokkur erill hjá lögreglu í gær og nótt. 90 mál voru skráð frá kl. 17 í gær til 5 í morgun og tveir gista fangageymslur. Þetta kemur fram í Dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maður í mjög annarlegu ástandi sökum áfengis- og fíkniefnaneyslu var að ógna fólki í verslunarmiðstöðinni í Mjódd í gær, var maðurinn yfirbugaður og vistaður i fangaklefa þar sem hann bíður skýrslutöku. Einnig var maðurinn með fíkniefni meðferðis.

Maður í annarlegu ástandi var til vandræða á veitingastað í hverfi 270. Honum vísað út af staðnum, fjölskyldumeðlimir hans komu honum til aðstoðar og fóru með hann heim til sín svo ekki yrðu frekari vandræði.

Sautján ára stúlka var stöðvuð á 148 kílómetra hraða á Miklubraut þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klst. Stúlkan hafði einungis verið með ökuréttindi í tólf daga en má vænta þess að missa ökuréttindi sín ásamt því að fá rúmlega 200.000 kr. sekt. Málið var tilkynnt foreldrum og barnavernd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Í gær

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“