fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Taka upp dauðarefsingar yfir nauðgurum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 17:05

Dhaka í Bangladess. Mynd:Flickr/ASaber91

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin í Bangladess samþykkti á mánudaginn breytingar á lögum um hámark refsinga. Samkvæmt breytingunum verður nú hægt að dæma nauðgara til dauða en fram að þessu hefur ævilangt fangelsi verið þyngsta refsingin fyrir nauðgun. Ákvörðunin kemur í kjölfar margra vikna mótmæla í landinu vegna kynferðisofbeldis.

CNN segir að breytingin taki gildi þegar forseti landsins, Abdul Hamid, undirritar hana en það er aðeins talið vera formsatriði.

Anisul Huq, dómsmálaráðherra, sagði í samtali við innlendu fréttastofuna BSS að lögin muni verða fyrirbyggjandi og að ríkisstjórnin muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að sjá til þess að meðferðum nauðgunarmála verði hraðað hjá dómstólum.

Ríkisstjórnin hafði verið undir miklum þrýstingi um að gera meira til að koma í veg fyrir kynferðisafbrot í kjölfar dreifingar myndbanda af  hópi karla sem réðst á konur og beitti þær kynferðislegu ofbeldi.

Á fyrstu níu mánuðum ársins var að minnsta kosti 975 konum og stúlkum nauðgað í landinu að sögn Ain o Salish Kendra mannréttindasamtakanna. Human Rights Watch segja að nýju lögin verði væntanlega ekki mikið notuð því mjög fáir séu sakfelldir fyrir nauðganir í landinu og fórnarlömbin þurfi að takast á við erfitt og flókið ferli til að kæra kynferðisbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum