fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Ásdís vill taka „frí“ frá Covid

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 13. október 2020 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á vinkonu sem býr erlendis og fyrir nokkrum árum hrundi veröld hennar. Maðurinn hennar fór í smátannaðgerð sem átti að vera einföld.“

Svona hefst pistill sem Ásdís Ósk Valsdóttir, eigandi Húsaskjóls fasteignasölu, skrifar en pistillinn birtist á vef Mannlífs. Ásdís segir að annað hafi komið á daginn í þessari aðgerð sem átti að vera svona einföld. „Allt sem gat farið úrskeiðis klikkaði og hann endaði inn á spítala í marga mánuði og var um tíma ekki hugað líf. Á augnabliki breyttist líf hennar og hún þurfti að verða kletturinn og halda utan um börnin, manninn, vinnuna sína og síðast en ekki síst sjálfa sig. Á meðan maðurinn hennar lá enn þá milli heims og helju veiktist mamma hennar alvarlega.“

Ásdís segir að vinkona sín hafi fyrir nokkrum árum haldið fyrirlestur um þessa lífsreynslu þar sem hún sagði hvernig hún fór í gegnum þetta. „Hún talaði um mikilvægi þess að hafa rútínu. Hún byrjaði alltaf morguninn á því að setja í þvottavél. Hún sagði, alveg sama hvað ég var illa stemmd þá setti ég í vél, þá leið mér eins og ég væri búin að koma einhverju í verk. Stundum var þetta það eina sem ég gerði þann daginn.“

Þá segir Ásdís að vinkona sín hafi einnig talað um mikilvægi þess að taka sér frí frá álaginu. „Hún sagði, í klukkutíma á dag var ég Robin, ég var ekki eiginkona, ég var ekki starfsmaður, ég var ekki mamma og ég var ekki dóttir. Ég var Robin og ég nýtti tímann til að hugsa um allt nema það sem var í gangi. Ég nýtti þennan tíma til að hlúa að mér, setja mig í forgang. Ég fór í gönguferðir, ég hlustaði á tónlist. Ég gaf mér klukkutíma á dag,“ segir í pistlinum.

Að lokum tengir Ásdís reynslu vinkonu sinnar við það sem er í gangi núna, kórónuveiruna. „Núna, þegar við erum í hringiðu Covid og sjáum ekki til lands, velti ég því fyrir mér hvort við ættum ekki stundum að taka okkur „frí“ frá Covid,“ segir Ásdís. „Taka okkar tíma þar sem við hugum að okkur og okkar velferð. Hringjum í vini sem eru einmana. Hlustum á uppáhaldstónlistina okkar, förum í gönguferðir og erum í núinu. Tökum jafnvel heilan dag þar sem við lesum engar fréttir og njótum þess að vera til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“