fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Bryndís heldur uppi hörðum vörnum fyrir Jón Baldvin – Segir þekktar blaðakonur hafa reynt að komast upp í rúm með honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. október 2020 15:59

Bryndís og Jón Baldvin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æviminningar Bryndísar Schram, undir heitinu Brosað í gegnum tárin, hafa vakið mikla athygli. Þar tekur hún víða til varna fyrir eiginmann sinn, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, fyrir ýmsar ávirðingar sem bornar hafa verið á hann í gegnum árin.

Bryndís vísar meðal annars á bug ásökunum á Jón Baldvin um kynferðislega áreitni. Segir hún öðru nær að hún hafi oft orðið að verja mann sinn fyrir ágangi kvenna. Á blaðsíðu 206 segir:

„En konur hafa svo sem ekki hikað við að leita á manninn minn hvað eftir annað – og það fyrir framan nefið á mér – alveg blygðunarlaust. Ég var minnt á það um daginn, að einhvern tíma endur fyrir löngu í samkvæmi blaðamanna, þegar Jón Baldvin var ritstjóri Alþýðublaðsins, á ég að hafa hellt úr heilli vatnskönnu yfir þekkta blaðakonu, þegar hún gerðist áleitin við manninn minn undir borðum – með þeim afleiðingum, að hárgreiðslan eyðilagðist – og kvöldið þar með fyrir hinni ungu konu. 

Einu sinni þurfti ég að henda annarri þekktri blaðakonu út úr húsi okkar á Vesturgötunni, þegar hún var farin að þreifa ansi djarflega á manninum mínum – og komst svo að orði að ég væri búin að eiga hann svo lengi – og nú væri röðin komin að sér!

Í þriðja sinn þurfti ég svo að grípa til þess ráðs að vekja yngstu dóttur mína um miðja nótt og biðja hana að hjálpa mér að draga konu undan hjónarúminu okkar á Vesturgötunni. Sú kona hafði falið sig þar til þess að koma Jóni Baldvini „á óvart“, þegar við værum endanlega lögst til hvílu. Ég sá þá konu aldrei aftur.“

Þess má geta að stór hópur kvenna hefur stigið fram og sakað Jón Baldvin um kynferðislega áreitni. Ríkissaksóknari hefur gefur út ákæru vegna eins máls, en hún snertir kæru Carmenar Jóhannsdóttur vegna atviks sem átti sér stað sumarið 2018.

Sögur um drykkjuskap séu uppspuni

Bryndís segir einnig að sögur um drykkjuskap Jóns Baldvins séu rangar. „… Jón Baldvin er hvorki ofbeldissegur né drykkjubolti,“ segir Bryndís á blaðsíðu 208 og ennfremur:

„Á ráðherraárum Jóns Baldvins, þegar hann vann gjarnan myrkranna á milli, verður því seint haldið fram, að vínneysla hafi truflað störf hans. Hefur nokkur stjórnmálamaður á okkar tíð komið jafnmiklu í verk á jafnskömmum tíma? Varla hefði hann getað það sífullur? Eða hvað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast