fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Sagan endurtekur sig – Allt að þriggja daga bið eftir heimsendingu netverslana

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 8. október 2020 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem minnst þriggja daga bið sé á heimsendingu matvæla úr netverslun Nettó. Næsti lausi tími fyrir heimsendingu þegar þetta er skrifað er á sunnudaginn klukkan 14:00. Það sama er upp á teningnum hjá Krónunni. Sprenging varð í eftirspurn eftir matvælum í netverslunum Nettó, Krónunnar og Heimkaupa þegar yfirvöld kynntu hertar sóttvarnaraðgerðir og að 99 hefðu greinst á einum og sama deginum. Sagði Fréttablaðið frá því í morgun að Heimkaup gætu ekki lengur boðið upp á afhendingu samdægurs vegna álags.

Hafði Fréttablaðið eftir Gunnari Agli Sigurðssyni, framkvæmdastjóra verslunarsviðs Samkaupa sem reka Nettó verslanirnar að eftirspurnin hafi sprungið eftir fréttirnar um smitin og að skýr fylgni væri á milli slæmra frétta af faraldrinum og eftirspurnar hjá netverslun Nettó. Fór salan upp um 50% á einum degi.

Meðal „tilmæla“ ríkislögreglustjóra er að aðeins einn úr hverju heimilishaldi sjái um innkaupin hverju sinni, og að fólk reyni að halda sig eins mikið heima og það getur.

Þá hafði Fréttablaðið eftir Guðmundi Magnasyni, framkvæmdastjóra Heimkaupa, að fylgni væri milli sölulínurits í netverslun og fjölda smita. „Fylgnin er rosalega mikil.“

Í fyrstu bylgju Covid smita hér á landi fór eftirspurn í netverslunum um allt land í hæstu hæðir og voru dæmi um að matarsendingar bárust ekki fyrr en viku eftir að pöntunin var gerð. Svo virðist sem verslanirnar séu talsvert betur undirbúnar undir þessa bylgju, en allar helstu matvöruverslanir á netinu segjast vera að efla dreifigetu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný