fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Ásthildi þykir leitt að hafa móðgað Reykvíkinga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. október 2020 21:54

Ásthildur Sturludóttir. Mynd: Akureyrarbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, biðst velvirðingar á því að hafa stuðað fólk með ummælum sínum í kvöldfréttum RÚV í gærkvöld. Ásthildur bað Reykvíkinga um að koma ekki til Akureyrar næstu vikur á meðan kórónuveirufaraldurinn er á flugi. Smit eru langflest á höfuðborgarsvæðinu og kynntar voru hertar aðgerðir í gær sem ná eingöngu til höfuðborgarsvæðisins.

Ásthildur sagði að Akureyringar hefðu gætt mjög vel að sóttvörnum og þess vegna væru mjög fá smit á Akureyri. Margir skildu Ásthildi þannig að Reykvíkingar væru kærulausari gagnvart veirunni en norðanfólk og fór þetta fyrir brjóstið á mörgum. Ásthildur skýrði síðan mál sitt í færslu sem hún birti í gærkvöld:

„Í viðtali á RÚV í kvöld um ástandið í Covid-19 málum hældi ég sveitungum mínum fyrir að fylgja vel sóttvarnarreglum. Það hefur stuðað suma og það þykir mér leitt, því hólið mátti skilja þannig að ég teldi að aðrir fylgdu reglum síður. Það er fjarri mér að halda það þó trú mín á Akureyringum sé óbilandi. Í fréttinni tók ég líka undir orð sóttvarnalæknis og forsætisráðherra um að fólk ætti ekki að vera á faraldsfæti á milli landshluta nema brýna nauðsyn beri til og það gildir um okkur öll. Ástandið í landinu er að verða grafalvarlegt vegna faraldursins og við þurfum öll að standa saman og fara varlega hvert og eitt. Samstaða er besta sóttvörnin! ❤️

 

https://www.facebook.com/asthildur.sturludottir/posts/10157304911697077

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun
Fréttir
Í gær

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025