fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Auður lögð inn á Landspítalann með COVID-19 – „600 manns í sóttkví og næstum heilt bæjarfélag fer á hliðina“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. október 2020 13:51

Auður Tinna Hlynsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég lenti inni á Landspítalanum í gærkvöld. Ég fer í lungnasneiðmynd á eftir og þá kemur þetta betur í ljós. Ég fékk veirulyf í gærkvöld en ég hafði sýnt bólgueinkenni. Þeir ætla að taka blóðsýni í dag þannig að ég veit meira um þetta seinna í eftirmiðdaginn,“ segir Selfyssingurinn Auður Tinna Hlynsdóttir í viðtali við DV. Hún er núna á sjötta degi COVID-19 sjúkdómsins en í gærkvöld versnaði ástand hennar.

Auður ræddi við DV í síma, rödd hennar hljómaði eins og í manneskju sem er þungt haldin af flensu. Hún telur hins vegar COVID-19 vera eitthvað annað og miklu meira en flensu og henni gremst kæruleysislegt tal um sjúkdóminn. Mánuðum saman áður en Auður greindist með veiruna var hún að ergja sig yfir útbreiddu kæruleysi fólks í kringum hana varðandi smitvarnir. Sjálf lagði hún þunga áherslu á smitvarnir og þykir henni kaldhæðnislegt að hún hafi þrátt fyrir það smitast af veirunni og sent mörg hundruð manns í sóttkví. En veiran fer ekki í manngreinarálit eins og Auður bendir á í áhugaverðri frásögn sinni á Facebook sem lesa má með því að smella á tengil undir þessari frétt.

„Ég, dætur mínar tvær og fyrrverandi eiginmaður minn greindust öll með veiruna í sýnatöku. Ég starfa á sérdeild í  Sunnulækjarskóla og stelpurnar mínar eru þar í 1. og 4. bekk. Þar sem samgangur er í matsal þurfti að senda svo marga í sóttkví,“ segir Auður. Sýnataka hjá þessum stóra hópi sem tengist Sunnulækjarskóla verður á morgun en Auður hefur ekki heyrt um neinn sem hafi fundið fyrir einkennum.

Þess má geta að Auður útskrifast sem þroskaþjálfi í vor og starfar hún á því sviði á sérdeildinni í Sunnulækjarskóla.

Að sögn Auðar eru dætur hennar með mjög lítil einkenni, aðeins hún virðist hafa veikst alvarlega. En hún er ung og hraust kona og því er hennar reynsla dæmi um hvað veiran er óútreiknanleg og getur verið hættuleg.

„Þegar ég heyri svona tal eins og það sé best að klára þessa flensu, þá verð ég reið, halló, þetta er engin flensa!“ segir Auður, alvarleg í rómnum. Hún biður fólk um að taka fyrirmæli Almannavarna mjög alvarlega og sýna ábyrgð.

Yndislegt samfélag á Selfossi

Í frásögn Auðar kemur fram vitnisburður um yndislegan samfélagsandi á Selfossi. Henni hafi liðið illa yfir því að verða valdur að því að 600 manns fóru í sóttkví og „næstum heilt bæjarfélag fór á hliðina“ eins og hún orðar það, þrátt fyrir að hafa ávallt farið varlega og gætt að smitvörnum. En enginn hefur álasað henni fyrir þetta og hún hefur eingöngu mætt hlýhug og hjálpsemi á Selfossi. „Við vorum á öðrum degi í einangrun þegar eigandi ísbúðar Huppu hringdi og vildi gefa mér og stelpunum ís fyrir utan tröppurnar, hversu fallegt og yndislegt samfélag sem ég bý í hér á Selfoss,“ segir meðal annars í frásögn Auðar sem lesa má með því að smella á tengilinn hér að neðan.

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=10158922705744310&id=567589309

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist