fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Þetta eru hertu aðgerðirnar sem Þórólfur boðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. október 2020 15:16

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýju minnisblaði sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendir heilbrigðisráðherra í dag er lagt til að öllum keppnisíþróttum verði frestað í tvær vikur. Í annan stað verður veitingahúsum lokað kl. 21 á kvöldin en ekki 23. Fjöldatakmarkanir verða áfram 20 en undanþágum þar fækkað: Undanþága fyrir 50 manns við kirkjulegar útfarir og 30 manns í framhaldsskólum og háskólum.

Þessar nýju takmarkanir gilda fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar verður 2 metra reglan enn fremur innleidd aftur.

Þórólfur segir að þessar tillögur séu gerðar í von um að takist að sveigja faraldurinn niður aftur. 99 greindust með veiruna í gær sem er hæsta talan yfir einn sólarhring síðan um mánaðamótin mars/apríl.

Hluti af skýringunni á því hvað margir greindust í gær er sá að mun fleiri voru skimaðir en daginn áður. Hlutfall sýktra á meðal skimaðra er 5% og hefur verið það undanfarið. Þórólfur sagði að mikil fjölgun greindra undanfarna sólarhringa sé áhyggjuefni en hann vonast til að þessar hertu aðgerðir leiði til þess að kúrfan sveigist niður aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Í gær

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt
Fréttir
Í gær

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“