fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Grótta sektuð fyrir ummælin – „Ertu moron?“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 12:30

Heimavöllur Gróttu Mynd: Facebook síða Gróttu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 29. september var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 21. september, í samræmi við 21. gr. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Ummælin féllu þegar Grótta mætti Keflavík í Lengjudeild kvenna og var hann sýndur beint hjá Gróttu. Einn þeirra stuðningsmanna sem veitti tæknilega aðstoð lét ummæli falla í garð dómara leiksins sem Grótta harmar. Keflavík vann 3-2 sigur í leiknum sem fram fór síðustu helgi.

„Ertu ekki að dæma? Hvernig er þetta ekki rangstæða? Ertu moron? Ertu með dómarapróf?,“ sagði maðurinn meðal annars í beinni útsendingu þegar Keflavík skoraði. Hann krafðist þess að dæmd yrði rangstaða.

Ummælin vöktu athygli hjá þeim sem fylgdust með en orðræðu mannsins mátti heyrast vel í beinni útsendingu.

Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu í formi ummæla sem starfsmaður/stuðningsmaður Gróttu viðhafði í útsendingu GróttuTV frá leik Gróttu og Tindastóls, þann 18. september. Var um að ræða opinber ummæli sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi verið vegið að æru og starfsheiðri dómara í leik Gróttu og Tindastóls í Lengjudeild kvenna, þann 18. september sl.

Ákvað aga- og úrskurðarnefnd að sekta knattspyrnudeild Gróttu um kr. 50.000,- vegna framangreindra opinberra ummæla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar