fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Gísli var nakinn þegar Gunnar mætti honum með haglabyssuna – „Þau gerðu grín að mér“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. september 2020 10:39

Gunnar Jóhann (t.v.) og Gísli Þór við veiðar á góðri stund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Jóhann Gunnarsson er ákærður fyrir að hafa af ásetningi banað hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni þann 27. apríl 2019 í bænum Mehamn í Noregi. Réttarhöld standa nú yfir í Noregi en Gunnar Jóhann neitar að hafa ætlað sér að myrða bróður sinn en hefur játað manndráp af gáleysi. Málið er sannkallaður fjölskylduharmleikur en Gísli og Gunnar voru bæði bræður og bestu vinir.

„Blíður og góður, heims­ins besti kær­asti og stjúp­faðir“

Gunnar hefur haldið því fram frá því að harmleikurinn átti sér stað að um manndráp af gáleysi hafi verið að ræða. Hann hafi aðeins ætlað að ógna og hóta bróður sínum, en ekki myrða hann.

Ákæruvaldið í Noregi er á öðru máli. Þykja hótanir og áreiti Gunnars í garð Gísla og unnustu hans í aðdraganda harmleiksins benda til að um ásetning hafi verið að ræða. Einnig er Gunnar ákærður fyrir brot á nálgunarbanni, húsbrot, nytjastuld, akstur undir áhrifum og hótanir.

Norski staðarmiðilinn iFinnmark greinir frá réttarhöldunum í dag og vakti Vísir athygli á því hér á landi. Þegar Gunnar var spurður hvers vegna hann hafi tekið skotfæri með sér til hálfbróður síns sagðist hann hafa verið mjög reiður og ætlunin hafi verið að hræða hann.

Gunnar hafði haft í hótunum við Gísla og barnsmóður sína tveimur mánuðum fyrir dauða Gísla. Ástæðan fyrir því var sú að Gísli og barnsmóðir Gunnars, Elena Undelang, áttu í ástarsambandi. Gunnar og Elena giftu sig árið 2013 og eiga börn saman. Þau slitu samvistum fyrir tveimur árum. Elena varð síðar kærasta Gísla Þórs. Hún skrifaði í færslu á Facebook að Gísli Þór hafi verið: „blíður og góður, heims­ins besti kær­asti og stjúp­faðir.“

„Þá stendur Gísli þar nakinn á leið í sturtu“

Gunnar sagði fyrir dómi að kvöldið sem atvikið átti sér stað hafi hann verið staddur á krá í bænum. Eftir miðnætti ákvað hann að halda heim, hann segist hafa keyrt niður á höfn og sótt haglabyssu þangað. Eftir það fór hann heim til sín og hitti félaga sinn. Seinna um nóttina fór Gunnar áleiðis heim til bróður síns en snéri við þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann var ekki með skotfæri í byssuna. Hann fór þá að sækja skotfæri og kom aftur.

Gunnar segist hafa farið inn til Gísla. „Hann svaf alltaf á sófanum. En hann var ekki þar,“ sagði Gunnar fyrir dómi. „Ég fór þá inni í gamla herbergið mitt í húsinu. Þar var tölvan hans Gísla og Facebook á skjánum. Þar las ég skilaboðin milli Gísla og fyrrverandi konu minnar þar sem þau gerðu grín að mér. Ég vissi ekki að þau gætu talað svona. Ég fékk áfall þegar ég las þetta.“

Eftir einhverja stund kom Gísli síðan heim til sín. Gunnar fór fram til að mæta bróður sínum en þá var Gísli nakinn. „Ég fer út með haglabyssuna og þá stendur Gísli þar nakinn á leið í sturtu,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi farið að gráta. Þá spurði hann hálfbróður sinn hvernig hann gat átt í ástarsambandi með fyrrverandi konu sinni.

Gunnar vill meina að eftir það hafi Gísli ráðist á hann og þá hafi skoti verið óvart hleypt af. Þá segir hann að í kjölfarið hafi þeir slegist um byssuna og í kjölfarið hafi öðru skoti verið hleypt af. Gunnar segist ekki hafa óskað Gísla bana. „Allir sem þekkja okkur vita að ég hef ávallt elskað bróður minn. Ef einhver segir að ég hafi óskað þess að hann væri dauður, þá lýgur viðkomandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu