fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Alma Geirdal er látin – „Hryggir okkur meira en orð fá lýst“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Geirdal, ljósmyndari og uppistandari sem vakið hefur mikla athygli fyrir glímu sína við ólæknandi krabbamein, lést í dag eftir langa baráttu.

Sigurborg Geirdal, systir Ölmu, greinir frá andlátinu í stuðningshóp tileinkuðum baráttu Ölmu við krabbameinið. „Hryggir okkur meira en orð fá lýst að láta ykkur vita að elsku yndislega Alman okkar lést í dag umvafin sínum nánustu,“ segir Sigurborg. Vísir greindi fyrst frá andlátinu.

„Það er hryllingur að greinast svona ung, að eiga allt lífið fram undan og allt í einu að eiga það ekki fram undan. Það er bara hryllingur þegar ég á ung börn og stjúpbörn,“ sagði Alma í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu.

Margir landsmenn kannast við Ölmu vegna baráttu hennar við krabbameinið. Hún var 38 ára þegar hún greindist með brjóstakrabbamein, en eftir að hafa gengist undir meðferð var hún laus við meinið um tíma. Hún greindist svo aftur en í það sinn var engin lækning.

„Ég vil ekki að það sé feimni við dauðann“

Alma skilur eftir sig þrjú börn; eina dóttur og tvo syni, og tvö stjúpbörn; dóttur og son, sem unnusti hennar, Guðmundur Sigvarðsson á. Börnin vissu af veikindum Ölmu og sagði hún að þau væru einstaklega sterk. „Þau eru bara úr stáli, þetta eru sterkustu einstaklingar sem ég þekki og þau fara í gegnum þetta á einhverju sem ég veit ekki hvað er. Þau eru mömmu sinni mikið innan handar og dæla í mig jákvæðum styrk,“ sagði Alma.

Alma sagði frá því í viðtalinu að læknar hefðu gefið henni fjögur ár og það væri ekkert leyndarmál. „Ég vil ekki að það sé feimni við dauðann í þessu viðtali, bara alls ekki, ég fer sátt. Ég er komin með tímann, fjögur ár, aðeins skemur eða aðeins lengur, og það má segja frá því,“ sagði hún.

DV sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Ölmu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast