fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Metamfetamín, kannabis og hvítar töflur fundust í íbúðarhúsnæði í Keflavík

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 10:04

Keflavík - Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á Suðurnesjum hefur að undanförnu verið tilkynnt um nokkur mál er varða fjársvik á netinu. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni í dag. „Svipuðum aðferðum er beitt í öllum tilvikum, það er að hlutur er auglýstur til sölu, kaupandi leggur tiltekna fjárhæð inn á „seljandann“ sem segist ætla að senda hlutinn sem skilar sé svo aldrei í hendur kaupandans,“ segir lögreglan.

„Í einhverjum tilvikum hefur sami aðili orðið uppvís að slíkum prettum oftar en einu sinni og ljóst er að einhverjir sem telja sig vera að kaupa auglýstan hlut eru að tapa verulegum fjárhæðum,“ segir einnig í tilkynningunni en lögreglan ráðleggur fólki að sýna varkárni í viðskiptum af þessu tagi á netinu.

Lögreglan greinir einnig frá því að hún hafi farið í húsleit að fenginni heimild í íbúðarhúsnæði í Keflavík í vikunni. Þar fann lögreglan metamfetamín, kannabisefni og hvítar töflur. „Efnin voru víðs vegar um íbúðina. Grunur leikur á að fíkniefnaviðskipti hafi farið fram í íbúðinni að undanförnu.“

Þá segir lögreglan frá því að henni hafi borist tilkynning í fyrradag um innbrot í gám í Keflavík. Þar hafi verkfærum verið stolið, slípirokk og nokkrum hleðsluborvélum. „Svo virðist sem lás á honum hafi veruð spenntur upp með steypustyrktarjárni sem lá fyrir utan hann,“ segir lögreglan og bætir við að áður hafi verið brotist í annan gám í Keflavík. „Lásinn á honum hafði einnig verið spenntur upp. Úr honum hafði verið stolið steypuhrærara og handfræsara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast