fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Sex staðfest smit í HR

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 17. september 2020 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Staðfest hefur verið að fjórir nemendur HR hafi greinst með Covid-smit, til viðbótar við þá tvo sem greint var frá í gær.“ Þannig hefst póstur Eiríks Sigurðssonar til nemenda HR sem hann sendi rétt í þessu.

Samkvæmt tölvupóstinum er ekki vitað til þess að nemendurnir séu alvarlega veikir og segist Eiríkur vona að svo verði áfram. Fimm af sex smitunum eru innan sama nemendahóps, og virðist því ekki vera um útbreitt smit að ræða að sögn Eiríks. „Sá hópur og kennarar hans stunda nám og vinnu heiman frá sér og koma ekki í HR meðan smitrakningateymi vinnur að rakningu og ákvörðun um hverjir fari í sóttkví,“ segir Eiríkur í tölvupóstinum.

Eiríkur lýkur tölvupóstinum á að segja að Íslensk erfðagreining hafi boðist til þess að skima nemendur og starfsfólk HR og hyggst skólinn þiggja það góða boð.

19 greindust með Covid-smit í gær á Íslandi og 13 daginn þar áður. Ekki hafa svo margir greinst síðan í apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“