fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

„Illskan hefur sigrað“ – „Því mun fylgja frekari áföll og örvænting um árabil“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. september 2020 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, var harðorð í gærkvöldi vegna fyrirhugaðrar brottvísunar egypsku fjölskyldunnar frá Íslandi.

Til stóð að vísa Kehr-fjölskyldunni frá landi í nótt og tjáir Sema sig um það á samfélagsmiðlinum Twitter. Hún segir samkenndina, samstöðuna og réttlætið hafa tapað fyrir kerfisbundnu ofbeldi á flóttabörnum og að það væri í boði íslenskra stjórnvalda. „Illskan hefur sigrað mannúðina og kærleikann. Pólitísk staða flokka og fólks skiptir meira máli en öskrandi hræðsla, átakanleg sorg og ískrandi þjáningar ungra barna,“ segir Sema.

„Framtíð og öryggi barna sem ekkert hafa unnið sér til saka annað en að hafa verið neydd á flótta frá heimalandi sínu er fórnað fyrir pólitískan (ó)frama ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Hafið ævarandi skömm fyrir!“

Með tístinu deilir Sema mynd af börnum fjölskyldunnar. „Þetta eru systkinin Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa. Þau eru tveggja til tólf ára gömul. Þessi börn munu alltaf eiga stað í hjarta mínu – sem nú er í molum – og vonandi í hjarta okkar allra!“ segir hún. „Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hér megi þau ekki eiga heima – eins og ekkert sé eðlilegra og einfaldara. Í stað þess að grípa til aðgerða til varnar réttindum barnanna hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að reka þessi börnin úr landi. Því verður ekki gleymt!“

Sema segir börnin nú vera aftur á leiðinni á flótta um ókomna tíð. „Því mun fylgja enn frekari ótti, óvissa, óöryggi og neyð. Því mun fylgja frekari áföll og örvænting um árabil,“ segir hún. „Sagan mun dæma þau hart sem bera ábyrgð á því. Rétt eins og sagan hefur ávallt dæmt þau sem fremja grimmdarverk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast